Home / Fréttir / Forseta Tékklands lýst sem Trjóu-hesti Rússa í ESB og NATO

Forseta Tékklands lýst sem Trjóu-hesti Rússa í ESB og NATO

Milos Zeman Tékklandsforseti með Vladimír Pútín Rússlandsforseta.
Milos Zeman Tékklandsforseti með Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Forseti Tékklands sé eini þjóðhöfðingi NATO-ríkis sem neiti því að Rússar haldi úti herafla í Úkraínu. „Ég tek alvarlega yfirlýsingu Sergeis Lavros utanríkisráðherra [Rússlands] um að ekki séu neinir rússneskir hermenn [þar],“ hefur Zeman sagt opinberlega.

Janda segir þessi orð stangast á við niðurstöðu leyniþjónustu Tékka, NATO og ÖSE sem haldi úti alþjóðlegum eftirlitssveitum í Úkraínu. Zeman vill einnig losa um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. Hann segir það hvert sinn sem hann talar við rússneska fjölmiðlamenn. Það veki því enga undrun að hann sé stjarna í augum rússneskra áróðursmiðla.

Tékkneskt fyrirtæki, Semantic Visions, sem greinir fréttir rússneskra fjölmiðla segir að undanfarin þrjú ár hafi þessir miðlar vitnað 34 sinnum oftar í Zeman en Joachim Gauck, forseta Þýskalands.

Tékklandsforseta er lýst sem einum fárra ESB-leiðtoga sem neiti að verða „strengjabrúða Bandaríkjamanna“.

Janda segir að svo virðist sem Zeman líki að gegna þessu hlutverki. Tvisvar sinnum hefur hann skýrt opinberlega frá því að hann hafi bannað bandaríska sendiherranum að koma í forsetakastalann í Prag.

Hann tekur undir áróður Rússa gegn stjórninni í Úkraínu og segir að fasistar fari með völd í Kænugarði.

Hann sagði við kínverska sjónvarpsmenn að áður hefðu Bandaríkjamenn og embættismenn ESB sagt Tékkum fyrir verkum, málum sé ekki lengur þannig háttað.

Janda segir að til að átta sig hvað sé á seyði í Prag verði meðal annars að líta til þess að Martin Nejedly, kosningastjóri Zemans og síðar helsti efnahagsráðgjafi hans, hafi á sínum tíma stjórnað Lukoil, rússnesku olíufyrirtæki í nánum tengslum við Kremlverja.

Tékkneska leyniþjónustuna ber svo lítið traust til skrifstofu Zemans að hún hefur neitað skrifstofustjóra hans og hernaðarráðgjafa um hæstu öryggisvottun. Ríkisstjórn Tékklands lætur hann í friði vegna vinsælda hans. Formleg völd hans eru lítil en hann hefur veruleg pólitísk áhrif. Hann leggst eindregið gegn komu flótta- og farandfólks til Tékklands og vill ekkert hafa með múslima að gera, hann hefur kallað straum aðkomufólks til Evrópu „innrás“. Skoðanir hans á þessum málum njóta 56% stuðnings.

Hann hefur mikil áhrif innan Jafnaðarmannaflokksins sem fer með stjórn landsins, æ fleiri þingmenn flokksins taka undir ummæli forsetans í þágu Rússa.

Kommúnistar í Tékklandi sem eru hliðhollir Rússum líta á Zeman sem hetju, þeir fá um 15% þingsæta í kosningum.

Tæki forsetin höndum saman við Andrej Babis, valdamesta mann Tékklands, gætu þeir myndað öflugasta hollvinahóp Rússa í stjórnmálakerfi nokkurs NATO- eða ESB-ríkis.

Auðmaðurinn Babis er fjármálaráðherra Tékklands og einn vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Honum semur vel við Zeman forseta og ekki fellur styggðaryrði á milli þeirra á opinberum vettvangi.

Skoða einnig

Úkraína hefur aldrei staðið nær NATO

Tveggja daga fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna lauk í Brussel miðvikudaginn 29. nóvember. Þar var fjallað um …