Home / Fréttir / Flutningsmagn eykst um 81% á Norðursiglingaleiðinni

Flutningsmagn eykst um 81% á Norðursiglingaleiðinni

Olíu lestað um borð í skip á Novíj Port-svæðinu.
Olíu lestað um borð í skip á Novíj Port-svæðinu.

Á þessu ári hafi alls 9,95 milljón lestir af varningi verið fluttar til og frá höfnum á Norðursiglingaleiðinni, það er leiðinni frá Atlantshafi til Kyrrahafs fyrir norðan Rússland.

Þetta kemur fram í samtali varaforstjóra rússnesku ríkisstofnunarinnar Rosmorrestjflot við PortNews sem segir aukningu á flutningsmagni 81%  í ár miðað við árið 2017. Miðað við 24. ágúst í ár höfðu alls 9,95 milljón lestir af varningi verið fluttar eftir siglingaleiðinni miðað við 5,5 milljón lestir á sama tíma árið 2017.

Þegar litið er til þessarar miklu aukningar vegur þyngst olíuvinnsla í Novíj Port verkefninu við Jamal-skaga. Alls voru 4,35 milljón lestir af olíu fluttar af svæðinu á þessu tímabili í ár. Þá skiptir miklu að 3,95 milljónir lesta af fljótandi jarðgasi (LNG) var skipað út frá Sabetta-höfn á Jamal-skaga.

Alls fóru 600 skip um svæðið sem rússnesk yfirvöld skilgreina sem Norðursiglingaleiðina, þar af 60 undir erlendum fánum. Norðursiglingaleiðin er að mati Rússa frá Novaja Zemlja í vestri til Bering-sunds í austri.

Í gögnum stjórnstöðvar Norðursiglingaleiðarinnar frá 24. ágúst 2018 kemur fram að þá var 81 skip á siglingaleiðinni. Flest voru þau á svæðinu í kringum Jamal-skaga. Þá mátti einnig sjá olíuskip og jarðgasskip á leið til Kyrrahafs á austurhluta leiðarinnar.

 

Heimild: Barents Observer

 

 

Skoða einnig

NATO verður að móta norðurslóðastefnu til að svara umsvifum Rússa frá Kólaskaga

Liselotte Odgaard er Senior Fellow, Hudson Institute, Washington, D.C. Greinin sem hér er sagt frá …