Home / Fréttir / Flutningsmagn eykst um 81% á Norðursiglingaleiðinni

Flutningsmagn eykst um 81% á Norðursiglingaleiðinni

Olíu lestað um borð í skip á Novíj Port-svæðinu.
Olíu lestað um borð í skip á Novíj Port-svæðinu.

Á þessu ári hafi alls 9,95 milljón lestir af varningi verið fluttar til og frá höfnum á Norðursiglingaleiðinni, það er leiðinni frá Atlantshafi til Kyrrahafs fyrir norðan Rússland.

Þetta kemur fram í samtali varaforstjóra rússnesku ríkisstofnunarinnar Rosmorrestjflot við PortNews sem segir aukningu á flutningsmagni 81%  í ár miðað við árið 2017. Miðað við 24. ágúst í ár höfðu alls 9,95 milljón lestir af varningi verið fluttar eftir siglingaleiðinni miðað við 5,5 milljón lestir á sama tíma árið 2017.

Þegar litið er til þessarar miklu aukningar vegur þyngst olíuvinnsla í Novíj Port verkefninu við Jamal-skaga. Alls voru 4,35 milljón lestir af olíu fluttar af svæðinu á þessu tímabili í ár. Þá skiptir miklu að 3,95 milljónir lesta af fljótandi jarðgasi (LNG) var skipað út frá Sabetta-höfn á Jamal-skaga.

Alls fóru 600 skip um svæðið sem rússnesk yfirvöld skilgreina sem Norðursiglingaleiðina, þar af 60 undir erlendum fánum. Norðursiglingaleiðin er að mati Rússa frá Novaja Zemlja í vestri til Bering-sunds í austri.

Í gögnum stjórnstöðvar Norðursiglingaleiðarinnar frá 24. ágúst 2018 kemur fram að þá var 81 skip á siglingaleiðinni. Flest voru þau á svæðinu í kringum Jamal-skaga. Þá mátti einnig sjá olíuskip og jarðgasskip á leið til Kyrrahafs á austurhluta leiðarinnar.

 

Heimild: Barents Observer

 

 

Skoða einnig

Sænskir jafnaðarmenn viðurkenna mistök í útlendingamálum

Sænskir jafnaðarmenn hafa látið vinna skýrslu um útlendingamál innan flokks síns þar sem komist er …