Home / Fréttir / Floti ESB sendur gegn smyglurum á Miðjarðarhafi

Floti ESB sendur gegn smyglurum á Miðjarðarhafi

Federica Mogherini
Federica Mogherini

Federica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, sagði fimmtudaginn 3. september, að flotasveit ESB – EUnavfor Med – væri nú búin til að hefja næsta skref í áætlun ESB til að stöðva smygl á fólki yfir Miðjarðarhaf. Í stað þess að sinna aðeins öflun upplýsinga myndin sveitin nú hertaka smyglarabáta á úthafinu og eyðileggja þá.

Utanríkismálastjórinn sagði að þær upplýsingar sem safnað hefði verið á fyrsta stigi aðgerðanna sýndu að minnsta kosti 16 sinnum á fimm vikum hefði verið tilefni til að gera atlögu að smyglurum og þeim sem stæðu að baki mansali á Miðjarðarhafi.

Mogherini ræddi næstu skref á fundi varnarmálaráðherra ESB-ríkja en utanríkisráðherrar ríkjanna ræddu tillögur hennar á fundi í Lúxemborg föstudaginn 4. september og laugardaginn 4. september.

Aðgerðum ESB er stjórnað frá ítalska skipinu Cavour. Að loknu öðru stigi aðgerðaáætlunarinnar verður metið hvort hefja skuli þriðja stigið sem felst í aðgerðum innan landhelgi Líbíu. Til þess þarf ESB samþykki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sitja Rússar sem eru andvígir öllu sem ráðandi öfl í Líbíu telja sér í óhag.

 

Skoða einnig

Drónaárás gerð á Moskvu

Ráðist var með drónum á Moskvu, höfuðborg Rússlands, að morgni þriðjudags 30. maí. Svo virðist …