Home / Fréttir / Flotaæfingar NATO á Eystrasalti og Svartahafi

Flotaæfingar NATO á Eystrasalti og Svartahafi

Bandaríska landgönguskipið USS Mesa Verde verður við æfingar á Eystrasalti.

Þýskur flotaforingi, Stephan Haisch, stjórnar flotaæfingu manna og skipa frá 14 löndum á Eystrasalti í næstu viku. Æfðar verða varnir með þátttöku  NATO-þjóða

Flotaforinginn sagði við þýsku fréttastofuna dpa föstudaginn 8. september að hann ætti ekki von á að rússneski flotinn myndi ögra þeim sem taka þátt í æfingunni. Rússneski flotinn hefði sama yfirbragð og áður á Eystrasalti þrátt fyrir að spenna hefði aukist í samskiptum við Vesturlönd eftir innrás Rússa í Úkraínu.

Æfingin heitir Northern Coasts og meira en 3.000 hermenn frá fjórtán ólíkum löndum taka þátt í henni að sögn þýska flotans.

Þýski flotaforinginn Jan Christian Kaack ræddi við blaðamenn í hafnarborginni Rostock við Eystrasalt miðvikudaginn 6. september og sagði að í æfingunni fælust „skýr skilaboð til Rússa um árvekni frá öllum þátttakendum“.

Þjóðverjarnir stjórna æfingununum frá höfuðstöðvum þýska flotans í Rostosck sem voru teknar í notkun fyrir skömmu. Ætlun Þjóðverja er að aðstaðan í Rostock nýtist fyrir svæðisbundna flotastjórn NATO sem verði stjórnstöð bandalagsins á Eystrasalti komi til átaka.

Flotaæfingar svipaðar þeim sem nú eru að hefjast hafa farið fram á þessum slóðum síðan 2007 til skiptis undir forystu Þjóðverja, Dana, Svía og Finna. Meðal þjóðanna 14 sem koma nú að æfingunni eru Ítalir, Frakkar, Kanadamenn og Bandaríkjamenn.

Um 30 skip taka þátt í æfingunni, þar á meðal kafbátur, og um það bil 20 flugvélar auk ýmissa landgöngusveita sem æfa einkum við strendur Eistlands og Lettlands.

Bandarískir landgönguliðar og sjóliðar komu til Ríga í Lettlandi fimmtudaginn 7. september. Þeir eru um borð í bandaríska landgönguskipinu USS Mesa Verde. Skipið er meira en 200 m langt og er smíðað til að flytja allt að 800 landgönguliða að þeim stað þar sem þeir eru sendir til hernaðar á landi.

 

Æfing á Svartahafi

 

Um sama leyti og Eystrasaltsæfingin hefst blása Rúmenar og Bandaríkjamenn til fjölþjóðlegrar heræfingar sem nefnist Sea Breeze 23 á Svartahafi og Dóná, segir upplýsingaskrifstofa rúmenska flotans.

Fyrir utan hermenn frá Bandaríkjunum og Rúmeníu taka menn frá Úkraínu, Búlgaríu, Frakklandi, Bretlandi og Tyrklandi þátt í æfingunni sem verður 11. til 15.

„Megintilgangur æfingarinnar er að þróa og vinna að samhæfingu í aðgerðum, aðferðum og búnaði milli þátttökuríkjanna til að glíma við tæki sem bera sprengjur, einkum fljótandi tundurdufl, í því skyni að tryggja siglingarfrelsi,“ segir rúmenski flotinn.

 

Heimild: RFE/RL

Skoða einnig

Harðnandi hótanir Pútins og staðfastur stuðningur Bidens

Joe Biden Bandaríkjaforseti er í opinberri heimsókn í París laugardaginn 8. júní. Á fundi með …