Home / Fréttir / Fljótandi rússneskt kjarnorkuver dregið frá St. Pétursborg til Síberíu

Fljótandi rússneskt kjarnorkuver dregið frá St. Pétursborg til Síberíu

Kjarnorkuverið í smíðum í St. Pétursborg.
Kjarnorkuverið í smíðum í St. Pétursborg.

Tveir fljótandi kjarnakljúfar voru dregnir úr heimahöfn sinni í St. Pétursborg í Rússlandi laugardaginn 29. apríl. Þar sem hófst löng og hæg ferð þeirra til Síberíu. Umhverfisverndarsinnar gagnrýna framtakið og segja að kljúfarnir kunni að valda óbætanlegu tjóni á norðurskautssvæðinu fari eitthvað úrskeiðis.

Þetta fljótandi kjarnorkuver var smíðað í St. Pétursborg og hefur því verið gefið nafnið Akademik Lomonsov.

Kjarnorkuverið verður dregið eftir Eystrasalti, norður með strönd Noregs og um Barentshaf til áfangastaðar í Múrmansk. Þar verða kljúfarnir hlaðnir.

Frá Múrmansk verður kjarnorkuverið dregið til austasta hluta Rússlands og hefur því verið valinn staður á íshafsströnd Tsjúkotka. Stefnt er að gangsetningu þess þar árið 1919. Verinu er ætlað veita orku til hafnarborgar, olíupalla og afsöltunarstöðvar.

Talið er að orka frá kljúfunum tveimur dugi til að framleiða nægilegt rafmagn fyrir allt að 200.000 manns.

Grænfriðungar kalla kjarnorkuverið „fljótandi Tjsernóbíl“ eða „Tjernóbíl á ís“ og vísa þar til mesta kjarnorkuslyss sögunnar sem varð árið 1986 í Tsjernóbíl í Úkraínu sem þá var hluti Sovéríkjanna. Vegna slyssins varð að skipa fólki að yfirgefa stór svæði í Úkraínu og Hvíta-Rússlandi.

 

Heimild: DW

Skoða einnig

Úkraína hefur aldrei staðið nær NATO

Tveggja daga fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna lauk í Brussel miðvikudaginn 29. nóvember. Þar var fjallað um …