Home / Fréttir / Finnskur sérfræðingur segir Rússa gleðjast yfir sundrungu innan ESB

Finnskur sérfræðingur segir Rússa gleðjast yfir sundrungu innan ESB

 

Teija Tiilikainen, forstjóri Finnsku utanríkismálastofnunarinnar.
Teija Tiilikainen, forstjóri Finnsku utanríkismálastofnunarinnar.

Að sjá Evrópusambandið liðast í sundur gleður Rússa segir Teija Tiilikainen, forstjóri Finnsku utanríkismálastofnunarinnar. Hún segir að Rússar hafi litið á ESB sem hóp meðalstórra ríkja frekar en sameinaða heild samstarfsaðila.

sagði við finnska ríkisútvarpið, YLE, laugardaginn 25. júní að það hlyti að veikja trúverðugleika ESB í öryggis- og varnarmálum þegar eitt öflugasta sambandsríkið segði skilið við það.

Við núverandi óvissuástand í Evrópu hefði verið heillavænlegra fyrir öryggi íbúa ESB-ríkjanna að samband þeirra væri sterkt og gegnheilt.

„Nú hefur samstarfið orðið fyrir höggi, áhrifin er enn erfitt að meta.“ sagði Teija Tiilikainen. Staðan væri ekki síst flókin vegna þess að undanfarin ár hefði verið lögð rík áhersla á gildi víðtækrar samvinnu allra Evrópuríkja. Nú mundi svæði ESB minnka, íbúum innan þess fækka og hernaðarmáttur veikjast. Enginn vissi nú hvernig sambandi Breta við ESB yrði háttað eða hve náið það yrði.

„Á meðan samið er um brottför mikilvægs aðildarríkis verður sambandið í veikari stöðu en ella þegar litið er til varðstöðu um evrópska samfélagsgerð.“

Tiilikainen sagði Rússa ánægða með sundrungu meðal ESB-ríkjanna. „Segja má að þróun í þá átt að Evrópusambandið splundrist þjóni hagsmunum Rússa.“

Þeir hafi um langt árabil kosið að eiga bein samskipti við stærri aðildarríki ESB í stað þess að nálgast þau í gegnum æðstu embættismenn ESB.

Tiilikainen sagði að stefna sem nú yrði mótuð hefði einnig lykilþýðingu fyrir Finna. Hún vildi þó ekkert segja um hvort hin nýja staða leiddi til þess að endurmeta þyrfti þörf Finna fyrir aðild að NATO.

„Vissulega skiptir þetta miklu máli fyrir Finna, þjóð sem verður að átta sig á hvort ESB hefur á einhvern hátt verið gert ókleift að gæta hagsmuna hennar. Finnar þurfa að leita að nýjum samstarfsaðilum.“

Heimild: YLE

Skoða einnig

Harðnandi hótanir Pútins og staðfastur stuðningur Bidens

Joe Biden Bandaríkjaforseti er í opinberri heimsókn í París laugardaginn 8. júní. Á fundi með …