Home / Fréttir / Finnskir mið-hægrimenn samþykkja að Finnar skuli í NATO

Finnskir mið-hægrimenn samþykkja að Finnar skuli í NATO

Elina-Lepomäki og Alexander-Stubb
Elina-Lepomäki og Alexander-Stubb

 

Samlingsflokkurinn, mið-hægri flokkurinn í Finnlandi hefur samþykkt að Finnar skuli sækja um aðild að NATO á næstu árum. Elina Lepomäki sem keppir að formennsku í flokknum segir ekki nauðsynlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Sauli Niinistö Finnlandsforseti ítrekaði hins vegar laugardaginn 28. maí að Finnar fari ekki í NATO án þess að það sé borið undir þjóðina í atkvæðagreiðslu,

Elina Lepomäki segir finnsku stjórnaskrána mæla fyrir um að forseti Finnlands og ríkisstjórn taki ákvarðanir um utanríkismál. Hún segist ekki andvíg þjóðaratkvæðagreiðslu en hins vegar kunni ástandið í öryggismálum að breytast svo hratt að ekki gefist tóm fyrir atkvæðagreiðslu um NATO-aðild.

Finnski Samlingsflokkurinn kynnti ákvörðun sína um að stefnt skyldi að NATO-aðild fimmtudaginn 26. maí. Lepomäki telur að Svíar muni sækja um aðild að NATO innan tveggja ára. Hún bendir á að umhvrefi finnskra öryggismála hafi breyst á svo dramatískan hátt undanfarin tvö ár að það sé Finnum einnig fyrir bestu að sækja um aðild.

Rætt var við Niinistö Finnlandsforseta í sjónvarpi að morgni laugardags 28. maí um yfirlýsingar Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta um eldflaugavarnir Bandaríkjamanna og NATO. Forsetinn áréttaði fyrri yfirlýsingar um að bera yrði NATO-aðild undir Finna í atkvæðagreiðslu.Hann sagðist undrandi á að stjórnmálamenn segðu annað.

 

Elina Lepomäki keppir um formannssætið í Samlingsflokknum við Alexander Stubb fjármálaráðherra og Petteri Orpo innanríkisráðherra. Kosið verður á milli þeirra á landsfundi flokksins eftir tvær vikur.

 

 

Skoða einnig

Spenna í Íran á eins ár minningardegi Amini sem lögregla myrti vegna skorts á höfuðslæðu

Íranir heima og erlendis minnast þess laugardaginn 16. september að eitt ár er liðið frá …