Home / Fréttir / Finnlandsforseti útilokar ekki NATO-aðild

Finnlandsforseti útilokar ekki NATO-aðild

Sauli Niinistö Finnlandsforseti.
Sauli Niinistö Finnlandsforseti.

 

Sauli Niinistö, forseti Finnlands, sagði á fundi með blaðamönnum laugardaginn 25. ágúst að hann útilokaði ekki aðild Finnlands að NATO. Hann sagðist sáttur við stefnu finnsku ríkisstjórnarinnar sem eflt hefur tengslin við NATO þrátt fyrir að vekja óvild Rússa vegna þess.

Finnar hafa tekið þátt í fundum á vegum NATO ásamt nágrönnum sínum í Svíþjóð. Þá hafa þeir einnig átt aðild að heræfingum um viðbrögð á hættustundu.

Niinistö benti á að til þessa hefðu ríkisstjórnir Finnlands hafnað þeim kosti að Finnar gengju í NATO. Nýleg könnun sýndi að tæki Niinistö þá afstöðu að ganga ætti í NATO hefði það þau áhrif að einn þriðji Finna styddi aðild. Andstaða við aðild hefur að jafnaði verið mikil í Finnlandi en hún hefur minnkað undanfarin ár.

Forsetinn fagnaði 70 ára afmæli sínu föstudaginn 24. ágúst. Hann sagði við blaðamennina að innan Evrópu áttuðu menn sig á því að þeir væru ekki ósnertanlegir. Hann áréttaði einnig þá grundvallarafstöðu Finna að þeir vildu standa utan átaka. Þeir hafa hins vegar gert varnarsamninga við Svía, Breta og Bandaríkjamenn.

 

Heimild: YLE

 

 

 

 

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …