Home / Fréttir / Finnland: Hundruð manna undir eftirliti vegna gruns um tengsli við hryðjuverkahópa

Finnland: Hundruð manna undir eftirliti vegna gruns um tengsli við hryðjuverkahópa

 

Paula Risikko, innanríkisráðherra Finna.
Paula Risikko, innanríkisráðherra Finna.

Finnsk yfirvöld fylgjast með meira en 1.000 einstaklingum um þessar mundir, þar á meðal hundruðum sem eru grunaðir um að hafa tengsl við hryðjuverkahópa sagði Paula Risikko innanríkisáðherra við finnska ríkisútvarpið YLE laugardaginn 16. september.

Innanríkisráðherrann segir að komið hafi verið í veg fyrir margar árásir í Finnlandi undanfarin ár, þar á meðal eina á árinu 2012 sem beindist gegn stjórnmálamönnum.

Ummæli ráðherrans féllu daginn eftir að Seppo Kolehmainen, ríkislögreglustjóri Finnlands, sagði að lögreglunni hefði nýlega tekist að yfirvinna „alvarlega ógn gegn stjórnmálamönnum“. Ríkislögreglustjórinn og innanríkisráðherrann skýrðu málið ekki nánar.

Risikko tók fram að aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum hefðu verið hertar áður en hnífamaður réðst á óbreytta borgara í Turku um miðjan ágúst. Þar féllu tveir og átta særðust. Hún sagði lögregluna nú fylgjast með meira en 1.000 einstaklingum í Finnlandi.

„Finnska öryggis- og leyniþjónustan (Supo) hefur um 350 manns undir sérstöku eftirliti og ríkisrannsóknarlögreglan (NBI) fylgist með fleirum. Hafa ber í huga að menn geta lent á þessum eftirlitslistum af mörgum mjög mismunandi ástæðum. Það eru einkum þeir sem eru á lista Supo sem tengjast hryðjuverkasamtökum,“ sagði innanríkisráðherrann.

 

Skoða einnig

Döpur og dauf ræða „nýs“ Trumps á flokksþingi

„Nýi Donald Trump róaði og þaggaði niður í þjóðinni í 28 mínútur í gærkvöldi. Síðan …