Home / Fréttir / Finnar reisa 200 km landamæragirðingu við Rússland

Finnar reisa 200 km landamæragirðingu við Rússland

Finnska landamæragirðingin við Rússland,

Finnar hafa hafist handa við að reisa 200 km langa landamæragirðingu við Rússland. Fyrsti hluti hennar er lagður í Pelkola, nálægt bænum Imatra. Hann verður um 3 km langur við verklok í júní 2023.

Litið er á þennan spotta sem tilraunaverkefni. Reynslan af lagningu girðingarinnar þarna verður nýtt við hönnun og kostnaðarmat vegna verksins í heild.

Fyrir lok þessa árs verður hafist handa við næsta áfanga, 75 km langan kafla á austur landamærunum.

Talið er að það kosti um 380 milljónir evra (tæpa 60 milljarða ísl. kr.) að reisa 200 km langa girðingu og verkinu verði lokið 2026.

 

Skoða einnig

Harðnandi hótanir Pútins og staðfastur stuðningur Bidens

Joe Biden Bandaríkjaforseti er í opinberri heimsókn í París laugardaginn 8. júní. Á fundi með …