Home / Fréttir / Finnar og Svíar huga að formlegu varnarbandalagi

Finnar og Svíar huga að formlegu varnarbandalagi

micael-byden-600-ny-teknik
Micael Bydén, yfirmaður sænska hersins.

 

Stjórnvöld í Finnlandi og Svíþjóð kanna nú stjórnskipulega og lögfræðilega þætti með það fyrir augum að ryðja birt hindrunum sem taldar eru standa í vegi fyrir að ríkin geri með sér formlegan varnarsáttmála. Frá þessu er sagt á vefsíðunni Defense News föstudaginn 4. mars.

Samhliða þessu er rætt um nánari tengsl ríkjanna tveggja við NATO. Áhugann á slíku samstarfi má rekja til aukinna umsvifa rússneska hersins í nágrenni ríkjanna og vaxandi spennu vegna þeirra.

Micael Bydén, herhöfðingi, yfirmaður sænska hersins, hefur vakið máls á hættunni á „núningi og árekstri“ milli liðsafla Rússa og NATO á Eystrasalti. Hann sagði í Vilnius, höfuðborg Litháens, 26. febrúar 2016 að flutningur „herbúnaðar NATO“ á Eystrasaltssvæðið á sama tíma og Rússar sýndu „vilja til að nota hernaðarleg úrræði til að ná pólitískum markmiðum“ yki líkur á ögrunum og átökum.

Forsætisráðherrar Svíþjóðar og Finnlands birtu sameiginlega grein sunnudaginn 10. janúar 2016 þar sem þeir boðuðu nánara samstarf þjóða sinna í varnar- og öryggismálum. Núverandi samstarf tekur mið af sameiginlegum hersveitum, sameiginlegum hernaðaraðgerðum og nýtingu hernaðarlega innviði sameiginlega á friðartímum. Nú er hins vegar til athugunar hvort stofna eigi formlega til varnarbandalags sem skuldbindi ríkin til gagnkvæmrar aðstoðar á ófriðartímum.

Varnarmálaráðherrar ríkjanna leggja áherslu á að leiðin til gagnkvæms varnarsáttmála sé ekki greiðfarin og huga þurfi að ákvæðum í stjórnarskrám landanna til að átta sig á hve langt megi ganga.

Á rússnesku vefsíðunni Sputnik sem endurspeglar sjónarmið stjórnvalda í Moskvu er athygli dregin að því að fylgismenn NATO-aðildar í Finnlandi og Svíþjóð líti á slíkan varnarsáttmála sem skref í áttina að inngöngu í NATO.

 

Skoða einnig

Harðnandi hótanir Pútins og staðfastur stuðningur Bidens

Joe Biden Bandaríkjaforseti er í opinberri heimsókn í París laugardaginn 8. júní. Á fundi með …