Home / Fréttir / Finnar kaupa 64 bandarískar F-35 orrustuþotur

Finnar kaupa 64 bandarískar F-35 orrustuþotur

Norskar F-35 þotur á Keflavíkurflugvelli.

Ríkisstjórn Finnlands tilkynnti föstudaginn 10. desember að hún hefði ákveðið að kaupa Lockheed Martin Corp. F-35 orrustuþotur í stað bandarískra F/A-18 Hornet þotna sem finnski flugherinn fékk árið 1992, eftir hrun Sovétríkjanna.

Alls er um að ræða 10 milljarða evra fjárfestingu. Stærstu einstöku varnarfjárfestingu í í sögu Finnlands.

Sanna Marin og forsætisráðherra og Antti Kaikkonen varnarmálaráðherra kynntu ákvörðunina um kaupin á 64 F-35 Joint Strike Fighter á blaðamannafundi föstudaginn 10. desember.

Nú heldur finnski flugherinn úti sveitum F/A-18 þotna frá stöðvum í

Rovaniemi (Lapplandi) Kuopio-Rissala (Karelíu).

Ætlunin er að árið 2030 verði allar nýju þoturnar komnar í gagnið. Fyrsta æfingaflugvélin verður afhent árið 2025 til þjálfunar finnskra flugmanna í Bandaríkjunum. Fyrsta vélin verður afhent til starfa í Finnlandi árið 2026. Á árunum 2028 til 2030 koma þoturnar síðan til Rovaniemi og Kuopio-Rissala, segir í tilkynningu finnsku ríkisstjórnarinnar.

Með kaupunum verða Finnar þriðja norræna þjóðin til að eignast F-35 þotur. Norðmenn fengu fyrstu F-35 þotur sínar árið 2017, fimmtudaginn 9. desember 2021 bættust þrjár í hópinn. Norðmenn hafa nú fengið afhentar 34 af 52 sem þeir keyptu. Norsku vélarnar eiga heimavöll í Ørland. Danir eiga von á fyrstu F-35 þotum sínum árið 2023. Norskar F-35 þotur hafa verið við loftrýmisgæslu hér á landi.

Jafnaðarmaðurinn Sanna Marin forsætisráðherra sagði að verðið á þotunum væri ásættanlegt en það er 4,6 milljarðar evra af heildarfjárfestingunni í nýjum varnarbúnaði, þar á meðal loftvarnaflaugum, AMRAAM og Sidewinder.

Forsætisráðherrann tók fram á blaðamannafundinum að stjórn sín væri einhuga um þessa ákvörðun en tveir ráðherrar Vinstri grænna hefðu sett skilyrði um að fjárfestingin færi ekki yfir 10 milljarða evra.

 

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …