Home / Fréttir / Finnar kaupa 64 bandarískar F-35 orrustuþotur

Finnar kaupa 64 bandarískar F-35 orrustuþotur

Norskar F-35 þotur á Keflavíkurflugvelli.

Ríkisstjórn Finnlands tilkynnti föstudaginn 10. desember að hún hefði ákveðið að kaupa Lockheed Martin Corp. F-35 orrustuþotur í stað bandarískra F/A-18 Hornet þotna sem finnski flugherinn fékk árið 1992, eftir hrun Sovétríkjanna.

Alls er um að ræða 10 milljarða evra fjárfestingu. Stærstu einstöku varnarfjárfestingu í í sögu Finnlands.

Sanna Marin og forsætisráðherra og Antti Kaikkonen varnarmálaráðherra kynntu ákvörðunina um kaupin á 64 F-35 Joint Strike Fighter á blaðamannafundi föstudaginn 10. desember.

Nú heldur finnski flugherinn úti sveitum F/A-18 þotna frá stöðvum í

Rovaniemi (Lapplandi) Kuopio-Rissala (Karelíu).

Ætlunin er að árið 2030 verði allar nýju þoturnar komnar í gagnið. Fyrsta æfingaflugvélin verður afhent árið 2025 til þjálfunar finnskra flugmanna í Bandaríkjunum. Fyrsta vélin verður afhent til starfa í Finnlandi árið 2026. Á árunum 2028 til 2030 koma þoturnar síðan til Rovaniemi og Kuopio-Rissala, segir í tilkynningu finnsku ríkisstjórnarinnar.

Með kaupunum verða Finnar þriðja norræna þjóðin til að eignast F-35 þotur. Norðmenn fengu fyrstu F-35 þotur sínar árið 2017, fimmtudaginn 9. desember 2021 bættust þrjár í hópinn. Norðmenn hafa nú fengið afhentar 34 af 52 sem þeir keyptu. Norsku vélarnar eiga heimavöll í Ørland. Danir eiga von á fyrstu F-35 þotum sínum árið 2023. Norskar F-35 þotur hafa verið við loftrýmisgæslu hér á landi.

Jafnaðarmaðurinn Sanna Marin forsætisráðherra sagði að verðið á þotunum væri ásættanlegt en það er 4,6 milljarðar evra af heildarfjárfestingunni í nýjum varnarbúnaði, þar á meðal loftvarnaflaugum, AMRAAM og Sidewinder.

Forsætisráðherrann tók fram á blaðamannafundinum að stjórn sín væri einhuga um þessa ákvörðun en tveir ráðherrar Vinstri grænna hefðu sett skilyrði um að fjárfestingin færi ekki yfir 10 milljarða evra.

 

Skoða einnig

Málstofan „Öryggi og varnir á norðurslóðum“ komin á Netið

Ánægjulegt að deila hér samantekt á nýlegu málþingi Varðbergs „Öryggi og varnir á norðurslóðum“ sem …