Home / Fréttir / Fimm nýjar korvettur í þýska flotann

Fimm nýjar korvettur í þýska flotann

Þýsk korvetta.
Þýsk korvetta.

Áform um að smíða fimm korvettur fyrir þýska flotann fyrir 1,5 milljarð evra. Kemur þetta fram í skýrslu sem lögð var fyrir varnrmálarnefnd þýska þingsins mánudaginn 7. nóvember. Tillaga þýska varnarmálaráðuneytisins kemur á óvart, í skýrslu frá því í mars á þessu ári minnist ráðuneytið ekki á nein slík áform.

Ráðuneytið segir að nauðsynlegt sé að að auka þennan flotastyrk til að treysta varnir undir merkjum NATO. Kröfur bandalagsins á hendur Þjóðverjum leiði til þess að þeir þurfi að eiga alls 10 korvettur en ekki fimm eins og nú er.

Ráðuneytið bendir á að skýrslan sem gefin var út í mars hafi verið hvítbók um framtíðaráform í öryggismálum á þeim tíma en óskir NATO um aukin flotaumsvif Þjóðverja hafi ekki verið kynntar fyrr en í júlí sl. Þá hafi legið fyrir nýtt hættumat þar sem í ljós kæmi nauðsyn þess að auka flotastyrk á vegum bandalagsins.

Skoða einnig

Úkraínustjórn fordæmir erlenda „eftlrlitsmenn“ rússneskra svikakosninga á hernumdum svæðum í Úkraínui

Úkraínsk stjórnvöld hafa harðlega gagnrýnt kosningarnar sem efnt var til undir stjórn Rússa á hernumdum …