Home / Fréttir / Fimm elstu þjóðarleiðtogar heims

Fimm elstu þjóðarleiðtogar heims

Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu.
Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu.

Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, varð í fyrri viku elsti þjóðarleiðtogi heims, 92 ára, fæddur í júlí 1925.

Elísabet 2. Bretadrottning varð 92 ára í apríl 2018. Hún hefur verið drottning í 66 ár eða síðan árið 1952, 25 ára þegar faðir hennar Georg VI andaðist.

Beji Caid Essebsi, 91 árs, varð forseti Túnis í desember 2014. Hann er fyrsti lýðræðilega kjörni forseti lands síns. Hann var forseti þings Túnis þegar einræðisherrann Zine al-Abidine Ben Ali stjórnaði landinu.  Ben Ali var fyrsti einræðisherrann sem var hrakinn úr embætti í uppreisninni á arabaríkjunum sem hófst árið 2011.

Kim Yong-nam, forseti æðsta þings alþýðunnar í Norður-Kóreu, er 90 ára. Honum hefur verið lýst sem einskonar þjóðhöfðingja þessa lokaða lands og er sagður áhrifamikill á bakvið tjöldin.

Sheikh Sabah IV Ahmad al-Jaber al-Sabah, emír í Kúvæt, verður 89 ára í júní 2018. Hann varð opinberlega leiðtogi landsins árið 2006 en hafði áður í raun tekið við stjórnartaumunum af heilsulausum hálfbróður sínum, Sheikh Jaber al-Ahmad al-Sabah.

 

Heimild: Euronews

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …