Home / Fréttir / Farand- og flóttafólki yfir Miðjarðarhaf fækkar um helming

Farand- og flóttafólki yfir Miðjarðarhaf fækkar um helming

rettungsschiff-aquarius-faehrt-wieder

Alls hafa 74.500 flótta- og farandmenn farið yfir Miðjarðarhaf til Evrópu fram í miðjan september á þessu ári. Næstum 1.600 manns hafa týnt lífi á þessari hættulegu siglingu síðan í janúar 2018. Þetta kemur fram í skýrslu IOM, Alþjóðastofnunar fyrir farandfólk, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf.

Þetta er rétt rúmlega helmingur þeirra sem fóru yfir Miðjarðarhaf til Evrópu á sama tímabili í fyrra. IOM segir að frá byrjun árs fram í september 2017 hafi tæplega 130.000 flótta- og farandmenn farið þessa leið, árið 2016 voru þeir tæplega 300.000.

IOM segir að þennan mikla samdrátt megi rekja til harðari útlendingastefnu margra Evrópuríkja. Þá hafi svonefndri Balkanleið um suðaustur Evrópu verið lokað auk þess sem Ítalir hafi lokað höfnum sínum fyrir björgunarskipum hjálparsamtaka.

Í Evrópu gengu í ár flestir á land á Spáni, rúmlega 32.000. Þá kemur Grikkland með 21.000 og í þriðja sæti er Ítalía með rúmlega 20.000. Til Ítalíu hafa ekki færri komið þessa leið síðan 2014.

Í tilkynningu IOM segir að flestir þeirra sem sigli yfir Miðjarðarhaf til Evrópu séu frá Túnis, Eirtreu og Súdan. Oft standi smyglhópar glæpamanna að flutningi fólksins á bátum sem ekki séu til ferða yfir Miðjarðarhaf.

 

 

 

Skoða einnig

Úkraína hefur aldrei staðið nær NATO

Tveggja daga fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna lauk í Brussel miðvikudaginn 29. nóvember. Þar var fjallað um …