Home / Fréttir / ESB-þingmenn kveðja Breta með söng

ESB-þingmenn kveðja Breta með söng

20200129pht71320-cl

Það var hjartnæm stund í ESB-þingsalnum miðvikudaginn 29. janúar þegar stjórnmálamenn frá öllum aðildarríkjunum sungu Auld Lang Syne (Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur…) eftir að hafa aðskilnaðarsamninginn við Breta.

Guy Verhofstadt, leiðtogi frjálslyndra og miðjumanna, sem veitti Brexit-nefnd ESB-þingsins forystu, sagði í ræðu sinni: „Það er sorglegt að sá þjóðina sem frelsaði okkur tvisvar sinnum og sem tvisvar fórnaði blóði sínu til að frelsa Evrópu yfirgefa okkur.“

Nigel Farage, einarður málsvari Brexit, flutti lokaræðu sína í þinginu þar sem hann skýrði fyrir þingheimi hvers vegna popúlismi væri betri en glóbalismi, einmitt þess vegna nyti hann sífellt meiri vinsælda. Þá veifaði hann litlum breskum fánum ásamt flokkssystkinum sínum. „That’s it. It’s all over. Finished,“ sagði Farage áður en hann og fylgismenn hans yfirgáfu salinn og opnuðu kampavínsflöskur.

 

Heimild: Filter Nyheter

 

Skoða einnig

Harðnandi hótanir Pútins og staðfastur stuðningur Bidens

Joe Biden Bandaríkjaforseti er í opinberri heimsókn í París laugardaginn 8. júní. Á fundi með …