Home / Fréttir / ESB herðir að Lukasjenko í Hvíta-Rússlandi

ESB herðir að Lukasjenko í Hvíta-Rússlandi

Óeirðalögregla í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands.
Óeirðalögregla í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands.

Pólitíska ástandið í Hvíta-Rússlandi heldur áfram að versna rúmum þremur mánuðum eftir að Alexander Lukasjenko forseti var endurkjörinn í sjötta sinn án þess að staðið væri á lögmætan hátt að kosningunum að sögn andstæðinga hans sem mótmælt hafa reglulega í borgum landsins og bæjum.

Fimmtudaginn 19. nóvember tóku ESB-ríkin nýtt skref í refsiaðgerðum gegn Lukasjenko í von um að knýja hann til að fara að kröfum mótmælenda og endurtaka kosningarnar.

Til þessa hefur ESB beitt refsivendi sínum gegn einstaklingum sem standa nærri Lukasjenko. Nú verður tekið til við að beita einstök fyrirtæki refsingu.

Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, segir að aðgerðir sambandsins nú séu svar við „grimmd“ hvít-rússnesku stjórnarinnar.

Nú verður vegið að stofnunum og fyrirtækjum sem fjármagna Lukasjenko og stjórn hans. Borrell sagði við blaðamenn að af þessu kynni að leiða að venjuleg efnahagsstarfsemi í Hvíta-Rússlandi truflaðist. Þrátt fyrir refsiaðgerðir gegn Lukasjenko og 50 æðstu embættismönnum landsins hefur stjórnin í Minsk ekki sýnt neinn sáttavilja gagnvart andstæðingum hennar.

„Við þessar aðstæður verður ESB að bregðast með því sem er á þess valdi,“ sagði Borrell. „Viðskiptaþvinganir eru hluti af þessu.“

Skoða einnig

ESB-þingmenn hafna tillögum Orbáns um Úkraínu

Nýkjörið 720 manna ESB-þing kom saman til fyrsta fundar í Strassborg þriðjudaginn 16. júlí og …