Home / Fréttir / ESB framlengir ferðabann og eignafrystingu Rússa

ESB framlengir ferðabann og eignafrystingu Rússa

 

Vladimir Pútín Rússlandsforseti.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti.

Ríkisstjórnir ESB-landanna hafa ákveðið að framlengja bann á Rússa og Úkraínumenn sem taldir eru bera ábyrgð á átökunum í Úkraínu eða fyrir að hafa farið ránshendi um ríkisfjárhirslur Úkraínu.

Sendiherrar ESB-ríkjanna komu saman á fundi í Brussel miðvikudaginn 2. mars og sögðu að homum loknum að enn giltiæi sex mánuði ákvörðun um bann við vegabréfsáritun og frystingu eigna 149 einstaklinga og 37 fyrirtækja sem talin eru hafa borið ábyrgð á að hafa að engu landsyfirráðarétt Úkraínu.

Eignir 16 einstaklinga sem sakaðir eru um að hafa misfarið með ríkisfjármuni Úkraínu verða áfram frystar í eitt ár.

Heimildarmenn innan ESB segja að Raisa Bohatyriova, fyrrv. heilbrigðisráðherra Úkraínu, hafi endurgreitt það sem hún stal og verði hún því frjarlægð af listanum.

Meðal manna á listanum eru Dmitríj Rogozin, varaforsætisráðherra Rússlands, Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjsetjeníu, Sergei Naryshkin, forseti neðri deildar rússneska þingsins, Dúmunnar, og öfgaþjóðernissinninn Vladimir Zhirinovskíj.

Meðal Úkraínumanna á listanum er Viktor Janukovitsj, fyrrv. forseti.

Niðurstaða sendiherranna verður staðfest á fundi innanríkisráðherra ESB í Brussel 4. mars.

Í janúar ákvað ESB að framlengja efnahagsþvinganir gagnvart Rússum fram undir lok júlí 2016. Afleiðingar þeirra eru un alvarlegri fyrir Rússa en bannið á einstaklinga.

Eindregin samstaða var um að framlengja bannið á einstaklingana og segist EUobserver hafa heimildir fyrir því að aðeins ein úrtölurödd hafi heyrst.

Skoða einnig

Úkraínustjórn fordæmir erlenda „eftlrlitsmenn“ rússneskra svikakosninga á hernumdum svæðum í Úkraínui

Úkraínsk stjórnvöld hafa harðlega gagnrýnt kosningarnar sem efnt var til undir stjórn Rússa á hernumdum …