Home / Fréttir / Erdogan setur skorður við bátaflótta frá Tyrklandi

Erdogan setur skorður við bátaflótta frá Tyrklandi

Fóttabátur á Eyjahafi.
Fóttabátur á Eyjahafi.

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti skipaði strandgæslu lands sín föstudaginn 6. mars að hindra för flótta- og farandfólks til grísku eyjanna í Eyjahafi. Áður hafði Erdogan stofnað til hættuástands á landamærum Grikklands með falsfréttum um að landamærin væru opin.

Fram kom á Twitter-síðu tyrknesku strandgæslunnar að forsetinn hefði gefið þessi fyrirmæli vegna þess hve hættulegt væri að reyna að komast sjóleiðis til grísku eyjanna á hinn bóginn yrði ekki lagður steinn í götu þeirra sem reyndu að komast landveg frá Tyrklandi.

Grísk stjórnvöld saka Tyrki um að nota flótta- og farandfólk sem peð í valdatafli. Tyrkir saka Grikki hins vegar um að stofna lífi fólksins í hættu með því að ráðast á báta þess á hafi úti.

Árið 2016 gerðu Tyrkir samning við ESB um 6 milljarða evru fjárstuðning gegn því að þeir héldu uppi tæplega 4 milljónum aðkomumanna í landi sínu. Tyrkir segja að ESB hafi ekki staðið við samninginn auk þess sem þeir vilja að ESB standi með sér í átökum í Sýrlandi við hersveitir Sýrlandsstjórnar sem njóta stuðnings Rússa.

Grikkir hafa gripið til harðra aðgerða til að halda aðkomufólkinu frá landi sínu. Þeir nota táragas og háþrýstidælur til að hrekja fólkið á brott.

Erdogan fer í eins dags vinnuferð til Brussel mánudaginn 9. mars. Tilkynning um þetta var gefin laugardaginn 7. mars aðeins nokkrum klukkustundum eftir að utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna höfðu gagnrýnt Tyrki fyrir að nota örvæntingu flótta- og farandfólks „í pólitískum tilgangi“.

Þýska fréttastofan DW segir að haft sé á orði að Erdogan hafi föstudaginn 6. mars sagt við Angelu Merkel Þýskalandskanslara að samningur Tyrkja og ESB vegna flótta- og farandfólksins hefði gengið sér til húðar og það yrði að endurskoða hann.

Skoða einnig

Tortryggni í garð Moskvuvaldsins vex í gömlu Sovétlýðveldunum

Stuðningur við forsystusveit Rússlands hefur hrapað í nágrannalöndum landsins. Íbúar landanna eru tortryggnir í garð …