Líklegt er talið að þrír milljarðar evra verði skornir af ERASMUS+ skiptinemaverkefni ESB sem nær einnig til íslenskra nemenda. Niðurskurðurinn er rakinn til samkomulagsins sem leiðtogar ESB-ríkjanna 27 náðu 21. júlí eftir fimm daga samningaviðræður. Minna fé verður til ráðstöfunar fyrir verkefnið á árinu 2021.
Þingmenn á ESB-þinginu gagnrýna samkomulag leiðtogaráðsins og vilja breyta fjárveitingum og til dæmis auka þær til æskulýðsmála, þar á meðal ERASMUS+ sem er sérstaklega vinsælt verkefni í Frakklandi.
Forveri ERASMUS+ var ERASMUS-verkefnið sem stofnað var til árið 1987.
Í upphaflega verkefninu fólst að háskólanemar gátu sótt um styrk vegna sex til 12 mánaða skiptináms við erlendan háskóla. ERASMUS+ nær til stærri hóps námsmanna það er menntaskólanema, kennara, starfsþjálfara, starfsnema og fólks í atvinnuleit auk háskólanema,