Home / Fréttir / Enn varar bandarískur hershöfðingi þingnefnd við Rússum

Enn varar bandarískur hershöfðingi þingnefnd við Rússum

Robert B. Neller
Robert B. Neller

Robert Neller hershöfðingi sem hefur verið tilnefndur af Bandaríkjastjórn til að verða yfirmaður landgönguliðs flotans sagði fyrir varnarmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fimmtudaginn 23. júlí að „mesta hugsanlega ógn“ við Bandaríkin kæmi frá Rússlandi en bandarískum almenningi væri mest ógnað af „öfgahyggjumönnum“.

„Ég held ekki að þeir vilji berjast við okkur. Ég held ekki að þeir hafi hug á að drepa Bandaríkjamenn,“ sagði Neller um Rússa. „Ég held að ofbeldisfullir öfgahyggjumenn vilji drepa okkur, þeir hafa ekki mikla burði en viljann skortir ekki. Þá er mér áhyggjuefni að boðskapur þeirra virðist eiga hljómgrunn víða um heim, ekki aðeins hér í þessu landi heldur einnig annars staðar á Vesturlöndum.“

Neller ræddi um sameiginlegar og fjölþjóðlegar æfingar í Eystrasalti þar sem bandarískir landgönguliðar voru meðal þátttakenda: „Ég er viss um viss ríki í þeim heimshluta fylgdust náið með þeim.“ Um var að ræða flotaheræfinguna Baltops 2015 með þátttöku 5,600 hermanna frá 17 löndum. Þeir æfðu flotavarnir, loftvarnir, kafbátavarnir og landgöngu.

Að fengnu samþykki Bandaríkjaþings verðu Robert Neller  yfirmaður landgönguliðs flotans (Marine Corps) í stað Jospehs Dunfords sem hefur verið tilnefndur formaður herráðs Bandaríkjanna. Neller, Dunford og Mark Milley sem er tilnefndur yfirmaður landhersins hafa allir sagt við varnarmálanefndina að Rússar séu helsti ógnvaldur Bandaríkjanna.

Skoða einnig

Sænski forsætisráðherrann: Útilokar ekki kjarnavopn í stríði

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir víðtæka samstöðu um að banna kjarnavopn á sænsku landsvæði á …