Home / Fréttir / Enn einu rússnesku herskipi sökkt á Svartahafi

Enn einu rússnesku herskipi sökkt á Svartahafi

Caesar Kunikov.

Enn einu Sstóru rússnesku landgönguskipu, Caesar Kunikov, hefur verið sökkt undan strönd Krímskaga að sögn Úkraínuhers.

Öflugar sprengingar heyrðust snemma að morgni miðvikudagsins 14. febrúar, segir á samfélagsmiðlum. Þær bentu til þess að landgönguskipið hefði orðið fyrir árás skammt suður af bænum Jalta.

Gervihnattamyndir sýndu í fyrra að stór hluti Svartahafsflota Rússa væri farinn úr höfnum á Krímskaga enda hefur Úkraínuher tekist að granda mörgum rússneskum herskipum þar.

Leyniþjónusta Úkraínu (GUR) birti myndskeið sem hún sagði sýna Magura V5 tundurskeytadróna granda skipinu.

Rússneski sjóherinn staðfesti ekki að Caesar Kunikov hefði verið sökkt á Svartahafi. Í tilkynningu sagði aðeins að sex úkraínskum drónum hefði verið eytt.

Landgönguskip eru notuð til að flytja hermenn til strandhöggs á óvinasvæði. Rússar hafa einnig notað slík skip undanfarin ár til að flytja hergögn til Sýrlands, til stuðnings ríkisstjórn Bashars al-Assads. Þau hafa einnig verið notuð til flutninga frá meginlandi Rússlands til Krímskaga.

Rússneskir herbloggarar neituðu ekki að Caesar Kunikov hefði orðið fyrir árás en sögðu aðeins að áhöfnin væri á lífi. Rússneski herinn tilkynnir sjaldan um stórtjón og Rússar treysta á fréttir frá örfáum vinsælum bloggurum.

Skoða einnig

Rússar ráðast á barnaspítala í Kyiv

Rússar gerðu flugskeytaárás á helsta barnaspítalann í Kyiv mánudaginn 8. júlí. Að minnsta kosti 22 …