Home / Fréttir / Engir bandarískir sendiherrar í 57 löndum

Engir bandarískir sendiherrar í 57 löndum

Kortið sýnir, lituðu löndin, þar sem ekki er sendiherra frá Bandaríkjunum.
Kortið sýnir, lituðu löndin, þar sem ekki er sendiherra frá Bandaríkjunum.

Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti rak alla sendiherra sem Barack Obama hafði skipað á flokkspólitískum forsendum hefur öldungadeild Bandaríkjaþings aðeins staðfest skipun hans á tveimur sendiherrum: Nikki Haley hjá Sameinuðu þjóðunum og David Friedman í Ísrael.

Nú er málum þannig háttað að enginn bandarískur sendiherra er í 57 löndum með alls 3.9 milljarða íbúa.

Fyrir utan Ísland má nefna öflug bandalagsríki Bandaríkjanna eins og Kanada, Indland, Bretland og Sádí Arabíu þar sem ekki er bandarískur sendiherra.

Trump hefur tilnefnt flokkspólitíska sendiherra til starfa í Japan, Kína og Bretlandi en einnig starfsmenn utanríkisþjónustunnar í Senegal og Lýðveldinu Kongó. Af þessum fimm getur utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar aðeins afgreitt Senegal og Kongó þar sem ekki hefur verið gengið frá nauðsynlegum gögnum vegna Japans og Kína að sögn talsmanns eins nefndarmanns.

Trump segir að Woody Johnson, eigandi New York Jets, verði sendiherra í London en nafn hans hefur ekki verið lagt formlega fyrir utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar. Þá er sagt að Jon Huntsman, fyrrv. sendiherra í Kína og ríkisstjóri í Utah, hafi samþykkt að verða sendiherra í Rússlandi. Þar situr nú sendiherra úr starfsliði utanríkisþjónustunnar, John Tefft.

Terry Branstad, fylkisstjóri í Iowa, hefur verið nefndur sem hugsanlegur sendiherra í Kína. K.T. McFarland, fyrrverandi vara-þjóðaröyggisráðgjafi, hefur samþykkt að verða sendiherra í Singapore en henni var vikið úr ráðinu með Michael Flynn.

 

Skoða einnig

Bardagareyndur hershöfðingi settur yfir rússnesku herstjórnina í norðvestri

Þriggja stjörnu hershöfðinginn Aleksandr Lapin var 15. maí skipaður yfirmaður Leningrad-herstjórnarsvæðisins í Rússlandi. Svæðið er …