Home / Fréttir / Eldur í rússneskri sprengjuverksmiðju

Eldur í rússneskri sprengjuverksmiðju

.

Reykjarstrókur frá sprengjuverksmiðjunni.
Reykjarstrókur frá sprengjuverksmiðjunni.

Nokkrir háir hvellir heyrðust frá sprengjuverksmiðju í miðhluta Rússlands laugardaginn 1. júní. Talið er að um 80 manns hafi slasast og 180 nálægar byggingar skaðast að sögn heilbrigðisráðuneytisins.

Ráðuneytið sagði að 38 slasaðra ynnu í verksmiðjunni. Hinir búa í Dzerzhinsk, bæ með um 230.000 íbúa. Fimmtán voru fluttir á sjúkrahús.

Óljóst var hvað olli sprengingunum. Talsmaður björgunarliðs heimamanna sagði „tæknilega sprengingu“ hafa orðið og hún leitt til eldsvoða á um 100 fermetra svæði.

Verksmiðjan er um 400 km fyrir austan Moskvu. Eldurinn breiddist út í skógi skammt frá verksmiðjunni en slökkviliðsmönnum tókst að slökkva hann.

Í verksmiðjunni er framleitt TNT-sprengiefni. Hún var reist á Sovét-tímanum og framleiðsla hennar skiptir miklu fyrir Rússa, hernaðarlega og borgaralega.

 

Skoða einnig

Segir Rússa stofna til stríðs við NATO

Stefano Sannino, æðsti embættismaður utanríkisþjónustu ESB (e. Secretary General of the European Union’s European External …