Home / Fréttir / Eldur í eina flugmóðurskipi Rússa

Eldur í eina flugmóðurskipi Rússa

Myndin sýnir reykjarmökkin frá flugmóðurskipinu í höfninni í Múrmansk.
Myndin sýnir reykjarmökkin frá flugmóðurskipinu í höfninni í Múrmansk.

Að morgni fimmtudags 12. desember kom upp eldur í eina flugmóðurskipi Rússa, Admiral Kuznetsov, sem var til viðgerða í Múrmansk í Norður-Rússlandi. Fimm menn slösuðust þegar eldurinn kviknaði við logsuðu inni í skipinu. Komst eldurinn í dísel-olíu undir flugþilfari skipsins.

Skömmu eftir að fyrstu fréttir af eldsvoðanum bárust sagði rússneska fréttastofan Interfax hann eldur logaði á 600 fm svæði. Á myndskeiðum og myndum sem teknar eru í átt að slippnum þar sem skipið er sýna mikinn reykjarmökk á bakborðshlið skipsins. Segja fréttamenn að ekki hafi tekist að ná stjórn á eldinum.

Stöðin þar sem skipið er til viðgerða er í norðurhluta Múrmansk og segir á Barents Observer að Admiral Kuznetsov liggi við bryggju sem sé næst Atomflot, þjónustustöð kjarnorkuknúnu, rússnesku ísbrjótanna. Myndir sýni að reykurinn berist í norður í áttina að Atomflot í nokkur hundruð metra fjarlægð. Þar liggi nokkur skip hlaðin kjarnorkuúrgangi. Hann sé settur í geymslur á landi.

Unnið hefur verið að endurbótum á Admiral Kuznetsov frá árinu 2018 og er stefnt að því að lokið verði við þær árið 2022. Haustið sökk risavaxin þurrkví með skipinu. Þá urðu skemmdir á flugþilfari skipsins þegar krani datt á það.

Þegar skipið var á Miðjarðarhafi undan strönd Sýrlands í nóvember 2014 fórst MiG-29 orrustuþota í lendingu á þilfari skipsins. Su-33 flugvél fór út af þilfari skipsins í lendingu árið 2005.

Admiral Kuznetsov er 305 m á lengd. Skipið var tekið í notkun í Norðurflota Rússa árið 1991 og hefur alla tíð síðan verið hluti hans.

Skoða einnig

Fyrrverandi NATO hershöfðingi kjörinn forseti Tékklands

Petr Pavel (61 árs) fyrrv. hershöfðingi, var laugardaginn 28. janúar kjörinn forseti Tékklands með 57,6% …