
Að morgni fimmtudags 12. desember kom upp eldur í eina flugmóðurskipi Rússa, Admiral Kuznetsov, sem var til viðgerða í Múrmansk í Norður-Rússlandi. Fimm menn slösuðust þegar eldurinn kviknaði við logsuðu inni í skipinu. Komst eldurinn í dísel-olíu undir flugþilfari skipsins.
Skömmu eftir að fyrstu fréttir af eldsvoðanum bárust sagði rússneska fréttastofan Interfax hann eldur logaði á 600 fm svæði. Á myndskeiðum og myndum sem teknar eru í átt að slippnum þar sem skipið er sýna mikinn reykjarmökk á bakborðshlið skipsins. Segja fréttamenn að ekki hafi tekist að ná stjórn á eldinum.
Stöðin þar sem skipið er til viðgerða er í norðurhluta Múrmansk og segir á Barents Observer að Admiral Kuznetsov liggi við bryggju sem sé næst Atomflot, þjónustustöð kjarnorkuknúnu, rússnesku ísbrjótanna. Myndir sýni að reykurinn berist í norður í áttina að Atomflot í nokkur hundruð metra fjarlægð. Þar liggi nokkur skip hlaðin kjarnorkuúrgangi. Hann sé settur í geymslur á landi.
Unnið hefur verið að endurbótum á Admiral Kuznetsov frá árinu 2018 og er stefnt að því að lokið verði við þær árið 2022. Haustið sökk risavaxin þurrkví með skipinu. Þá urðu skemmdir á flugþilfari skipsins þegar krani datt á það.
Þegar skipið var á Miðjarðarhafi undan strönd Sýrlands í nóvember 2014 fórst MiG-29 orrustuþota í lendingu á þilfari skipsins. Su-33 flugvél fór út af þilfari skipsins í lendingu árið 2005.
Admiral Kuznetsov er 305 m á lengd. Skipið var tekið í notkun í Norðurflota Rússa árið 1991 og hefur alla tíð síðan verið hluti hans.