
Unnið er að framkvæmdum í herstöðinni Tapa í Eistlandi til að þar megi hýsa um eitt þúsund viðbótar hermenn undir merkjum NATO sem koma til Eistlands árið 2017.
Í dagblaðinu Postimees segir mánudginn 31. október að brýna nauðsyn beri til að fjölga herbúðum og matsölum svo að unnt sé að taka á móti erlendu hermönnunum 1.000 og skapa þeim aðstöðu til langdvalar. Þá sé einnig nauðsynlegt að stækka helsta æfingasvæðið, svæði fyrir þjónustubyggingar og bílastæði. Í stöðinni er hins vegar nægur húsakostur fyrir tæki og vopn.
Yfirstjórn hers Eistlands sagði að gert væri ráð fyrir að hermenn frá Bretlandi og Frakklandi byggju í tjöldum eða gámum þar til byggingarframkvæmdum lyki.
Talið er líklegt að fjölþjóðlega herfylkið undir stjórn Breta komi til Eistlands í maí 2017 og hefji þá samstarf við her Eistlands í Tapa.
Bretar leggja til 800 hermenn, brynvarin farartæki, Challenger 2 skriðdreka og skammdæga dróna. Þá kemur sveit hermanna frá Frakklandi í stað danskra hermanna innan ákveðinna tímamarka sem hafa ekki verið kynnt.