Home / Fréttir / Eindreginn stuðningur við Úkraínu í München

Eindreginn stuðningur við Úkraínu í München

Ursula von der Leyen talar á öryggisráðstefnunni í München.

Samstaða er um það meðal ræðumanna á öryggisráðstefnunni í München sem haldin er 17. til 19. febrúar að auka beri hernaðarlegan stuðning við Úkraínu nú þegar tæpt ár er frá því að Rússar réðust á landið.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hvatti sérstaklega til þess að fleiri skotfæri yrðu send í vopnabúr Úkraínuhers.

„Ég tel að nú sé rétti tíminn til að hraða og auka framleiðslumagn á þeim stöðluðu hergögnum sem brýn þörf er á í Úkraínu,“ sagði hún. „Til dæmis á stöðluðum skotfærum. Við getum ekki beðið mánuði og ár þar til við endurnýjum (birgðir) og þar til við getum sent þær til Úkraínu.“

Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, hvatti einnig til þess að gengið yrði fram af enn meiri krafti við hernaðaraðstoð til Úkraínu. Hann minnti á að Bretar hefðu nýlega skuldbundið sig til að afhenda orrustuskriðdreka, háþróuð loftvarnakerfi og langdrægari flugskeyti. Hann taldi að önnur ríki yrðu að gera slíkt hið sama áður en Rússar hæfu vorsókn sína af þeim þunga sem spáð væri.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði að ekki sæjust „nein merki“ sem bentu til þess að Vladimir Pútin Rússlandsforseti hefði „fallið frá markmiðum sínum“.

Á þessari ögurstundu átakanna væri lífsnauðsynlegt að „láta Úkraínumönnum í té það sem þeir þyrftu til að vinna og halda lífi sem sjálfstæð, fullvalda þjóð í Evrópu“. Stoltenberg sagði auk þess:

„Mesta hættan felst í því að Pútin sigri. Ef Pútin sigrar í Úkraínu lítur hann og aðrir valdboðssinnaðir leiðtogar þannig á að þeir geti beitt valdi til að sölsa það undir sig sem þeir ágirnast.“

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkin sökuðu nú Rússa formlega um að standa að glæpum gegn mannkyni. Það væri bæði siðferðilega og strategískt nauðsynlegt fyrir alþjóðasamfélagið að refsa fyrir þessa glæpi.

„Rússneski herinn hefur gerst sekur um víðtækar og kerfisbundnar árásir á almenna borgara – hryllileg morð, pyntingar,

Skoða einnig

Málstofan „Öryggi og varnir á norðurslóðum“ komin á Netið

Ánægjulegt að deila hér samantekt á nýlegu málþingi Varðbergs „Öryggi og varnir á norðurslóðum“ sem …