Home / Fréttir / Eindreginn stuðningur Íslendinga við NATO

Eindreginn stuðningur Íslendinga við NATO

Ný könnun á vegum NATO sýnir að yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi um aðild að bandalaginu myndu 90% segja já við aðild eftir að óvissir hafa verið þurrkaðir út. Þá eru Íslendingar mjög hlynntir stuðningi við Úkraínumenn í stríðinu við Rússa.

Hér eru niðurstöður þessarar könnunar birtar og sérstaklega teknar út tölur sem varða Ísland:

Í aðdraganda ríkisoddvitafundar NATO sem verður í Vilníus 11. júlí var gerð könnun á viðhorfi almennings í 31 aðildarlandi bandalagsins til nokkurra meginatriða sem snerta bandalagið í bráð og lengd. Könnunin var gerð 17. apríl til 18. maí, og voru 1000 manns 18 ára og eldri í hverju landi spurðir (500 í Albaníu og Svartfjallalandi).

Samvinna milli NATO-þjóða í Norður-Ameríku og Evrópu:

59% telja land sitt njóta meira öryggis vegna samvinnu ríkja í Norður-Ameríku og Evrópu; 19% telja að svo sé ekki.

Ísland: 75% telja öryggið meira; 8% ósammála; 17% óvissir.

Öryggi til framtíðar:

73% telja bandalagið skipta miklu fyrir öryggi sitt til framtíðar; 9% telja að svo sé ekki.

Ísland: 41% telja bandalagið skipta mjög miklu; 36% talsverðu; 8% hvorki né; 5% skiptir engu; 9% óvissir.

Stuðningur við NATO-aðild:

Yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu myndu 70% segja já við NATO-aðild; 14% segðu nei.

Ísland: 75% já, 8% nei; 17% óvissir. Ef óvissir eru þurrkaðir út segja 90% já 10% nei.

Sameiginlegar varnir:

64% telja að land sitt ætti að verja annað NATO-land yrði á það ráðist; 11% eru ósammála.

Ísland: 45% taka til varna fyrir aðra; 21% hvorki né; 22% nei; 13% óvissir.

Líkur á erlendri árás:

62% telja að NATO-aðild minnki líkur á erlendri árás; 15% eru ósammála.

Ísland: 66% minnkar líkur; 14% hvorki né; 12% nei; 7% óvissir.

Útgjöld til varnarmála:

73% telja að viðhalda beri (37%) eða auka (36%) útgjöld til varnarmála.

Ísland: 21% auka; 40% viðhalda; 15% minnka; 24% óvissir.

Stríð Rússa við Úkraínumenn:

64% telja að innrás Rússa í Úkraínu hafi haft áhrif á öryggi lands þeirra; 28% telja að svo sé ekki.

Ísland: 19% mjög mikil áhrif; 50% já einhver áhrif; 19% nei ekki mjög mikil; 5% nei alls engin; 7% óvissir.

Traust til fjölmiðla:

49% treysta því að fjölmiðlar í landi sínu flytji þeim sannar fréttir um innrásina í Úkraínu; 46% gera það ekki. Miðað við sambærilega könnun fyrir 12 mánuðum hefur traust í garð fjölmiðla minnkað um 5 prósentustig og vantraust aukist um 5 prósentustig.

Ísland: 23% treysta fjölmiðlum mjög vel; 54% nokkuð vel; 13% ekki mjög vel; 7% alls ekki; 3% óvissir.

Stuðningur við Úkraínu:

65% samþykkja að Úkraína verði studd áfram; 25% vilja ekki styðja Úkraínu áfram.

Ísland: 64% styðja Úkraínu eindregið; 25% töluvert; 5% ekki; 3% óvissir.

Rússland:

66% eru neikvæðir í garð Rússlands; 10% jákvæðir.

Kína:

54% eru neikvæðir í garð Kína; 14% jákvæðir.

 

 

Skoða einnig

Rússar ráðast á barnaspítala í Kyiv

Rússar gerðu flugskeytaárás á helsta barnaspítalann í Kyiv mánudaginn 8. júlí. Að minnsta kosti 22 …