Home / Fréttir / Eindregin samstaða með Tyrkjum í NATO

Eindregin samstaða með Tyrkjum í NATO

nato

NATO sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu þriðjudaginn 28. júlí:

„Atlantshafsráðið kom saman í dag að ósk Tyrkja til að ræða saman á grundvelli 4.gr. Norður-Atlantshafssáttmálans þar sem segir: „ríkin munu bera saman bækur sínar hverju sinni þegar eitthvert þeirra telur að landsyfirráðum, stjórnmálalegu sjálfstæði eða öryggi einhvers þeirra sé ógnað“.

Tyrkir óskuðu eftir fundinum í ljósi þess hve alvarlegt ástand hefur skapast eftir nýlegar hryðjuvekaárásir og til að upplýsa bandalagsríkin um til hvaða ráða hefur verið gripið.

Atlantshafsráðið ræddi um ógnir í garð Tyrkja á fundi sínum í dag.

Við fordæmum hryðjuverkaárásirnar á Tyrki harðlega og vottum tyrknesku ríkisstjórninni og fjölskyldum hinna föllnu í Suruc samúð og fordæmum einnig aðrar árásir á lögreglu og hermenn.

Hryðjuverk eru bein ógn við öryggi NATO-ríkja og stöðugleika og farsæld á alþjóðavettvangi. Hér er um að ræða hnattræna ógn sem virðir engin landamæri, ekkert þjóðerni og engin trúarbrögð – ögrun sem alþjóðlega samfélagið verður að berjast gegn og glíma við sameiginlega.

Aldrei er unnt að þola eða réttlæta hryðjuverk sama í hvaða mynd þau birtast.

Öryggi bandalagsins er ódeilanlegt og við veitum Tyrkjum öfluga samstöðu.

Við munum fylgjast mjög náið með því sem gerist við suð-austur landamæri NATO.“

 

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …