Home / Fréttir / Donald Trump gefur fyrirheit um nýjan ísbrjót

Donald Trump gefur fyrirheit um nýjan ísbrjót

Polar Star einn fjögurra gamalla ísbrjóta Bandaríkjanna,
Polar Star einn fjögurra gamalla ísbrjóta Bandaríkjanna,

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað að láta smíða „fyrsta þunga ísbrjót Bandaríkjanna í rúm 40 ár“. Loforðið gaf hann í útskriftarræðu í háskóla bandarísku strandgæslunnar miðvikudaginn 17. maí.

Strandgæslan hefur um nokkurt árabil óskað eftir að fá nýja ísbrjóta til umráða til að geta látið að sér kveða á heimskautasvæðum. Forsetinn sagði ekki í ræðu sinni hvernig staðið yrði að fjármögnun smíðinnar eða hvort stefna hans væri að einhverju leyti önnur en hjá Barack Obama forseta.

Útskriftarhátíðin var í New London í Connecticut-ríki. Í ræðu sinni sagði forsetinn að væri litið til fimm greina bandaríska hersins væri strandgæslan eini aðilinn sem hefði afl til að brjótast í gegnum þykkan, grjótharðan heimskautaísinn. „Þið ein getið það. Og ég segi stoltur að undir minni stjórn verður, eins og þið heyrðuð, ráðist í smíði fyrsta nýja, þunga ísbrjóts Bandaríkjanna í meira en 40 ár. Við ætlum að smíða marga.“

Með orðinu „marga“ vísaði Trump í ræðu sem Paul Zukunft, flotaforingi, yfirmaður strandgæslunnar, hafði flutt þar sem hann þakkaði stjórn Trumps fyrir að leggja fé til nýja ísbrjótsins, þar yrðu hafðar hraðar hendur en ætlunin væri að smíða sex ísbrjóta.

Nú eiga Bandaríkjamenn fjóra gamla ísbrjóta, þrjá á vegum strandgæslunnar og einn sem haldið er úti til vísindarannsókna. Rússneska ríkið á minnsta kosti 21 ísbrjót

Skoða einnig

Úkraína hefur aldrei staðið nær NATO

Tveggja daga fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna lauk í Brussel miðvikudaginn 29. nóvember. Þar var fjallað um …