Home / Fréttir / Donald Trump býður Vladimir Pútín til Washington

Donald Trump býður Vladimir Pútín til Washington

Vladimir Pútín og John Bolton.
Vladimir Pútín og John Bolton.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðið Valdimir Pútín Rússlandsforseta að heimsækja Washington DC á næsta ári.

„Við höfum boðið Pútín forseta til Washington,“ sagði John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, þegar hann heimsótti Tbilisi, höfuðborg Georgíu, föstudaginn 26. október.

Óljóst er hvernig boðinu var tekið þegar Bolton kynnti það í Kreml í Moskvu fyrr í vikunni.

Ætlunin er að forsetarnir hittist í París 11. nóvember nk. þegar minnst verður að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyjaldarinnar. Þeir hittust síðast í Helsinki í júlí. Vakti fundur þeirra miklar deilur í Bandaríkjunum þegar Trump var sakaður um að standa ekki nógu fast á sínu gagnvart rússneska forsetanum. Trump gaf til kynna að hann treysti betur orðum Pútíns en eigin leyniþjónustustofnunum varðandi ásakanir í garð Rússa fyrir afskipti af forsetakosngingunum árið 2016.

Bolton sagði í Tbilisi að fundur forsetanna í París yrði stuttur.

Rússneskir ráðamenn saka Bandaríkjastjórn um að blása til nýs vígbúnaðarkapphlaups með því að segja sig frá INF-samningnum um fækkun meðaldrægra kjarnaflauga. Bandaríkjamenn saka Rússa um að hafa hunsað samninginn og brotið hann með framleiðslu á nýjum stýriflaugum.

Heimsókn Boltons til Moskvu snerist að verulegu leyti um ákvörðun Trumps um að segja sig frá INF-samningnum. Bolton hitti Pútín og aðra háttsetta menn innan rússneska stjórnkerfisins áður en hann hélt til Armeníu, Georgíu og Azerbajdsan

 

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …