Home / Fréttir / Donald J. Trump 45. forseti Bandaríkjanna segist ætla að flytja vald frá Washington til þjóðarinnar

Donald J. Trump 45. forseti Bandaríkjanna segist ætla að flytja vald frá Washington til þjóðarinnar

Donald J. Trump sver embættiseið sem 45. forseti Bandaríkjanna eiginkona hans Melina heldur á Biblíunni.
Donald J. Trump sver embættiseið sem 45. forseti Bandaríkjanna eiginkona hans Melania heldur á Biblíunni.

Donald John Trump varð 45. forseti Bandaríkjanna við hátíðlega athöfn við þinghúsið í Washington föstudaginn 20. janúar.

Forsetinn dró upp dökka mynd af stöðu þjóðarinnar. Hún væri sundruð og ráðvillt, arðrænd og gleymd af elítunni í Washington og lítillækkuð um heim allan. Hann lofaði að þetta væri allr úr sögunni.

„Bandaríska blóðbaðinu lýkur hér og því lýkur hér og nú,“ sagði hann í 16 mínútna embættistökuávarpi. Vísaði hann þar meðal annars til þess hve oft er hafin skothríð á almenna borgara að tilefnislausu.

„Tími innantómra orða er liðinn,“ sagði hann síðar. „Nú hefst tími aðgerða. Leyfið engum að telja ykkur trú um að það takist ekki.“

Í ræðu sinni sagðist forsetinn ætla að innleiða nýja hætti þar sem ráðandi stéttir víki fyrir vilja fólksins, valdið yrði flutt frá Washington D.C. til fólksins og Bandaríkin yrðu mikil að nýju.

Trump hét því í embættistökuræðu sinni að á næstu fjórum árum mundi hann blása nýju lífi í efnahag Bandaríkjanna, innleiða að nýju gæslu við landamæri ríkisins og endurreisa virðingu fyrir Bandaríkjunum um heim allan.

„Við íbúar Bandaríkjanna erum nú sameinaðar í miklu þjóðarátaki til að endurreisa land okkar og endurvekja fyrirheit þess til allrar þjóðarinnar. Saman munum við ákvarða stefnu Bandaríkjanna og veraldarinnar til margra, margra komandi ára. Við okkur munu blasa áskoranir. Við munum standa andspænis  harðræði. Okkur mun þó takast að ljúka verkinu.“

Hann sagði að embættistakan væri til marks um friðsamlegan færslu á valdi frá einum aðila til annars. „Við erum að flytja vald frá Washington DC og færa það að nýju til ykkar, þjóðarinnar,“ sagði hann og einnig:

„Um of langan tíma hefur fámennur hópur í höfuðborg þjóðar okkar notið þess sem ríkisvaldið hefur að bjóða á meðan þjóðin borgar brúsann. Ráðamenn i Washington blómstruðu en annars staðar í landinu hlaut fólk ekki hlutdeild í ríkidæminu. Stjórnmálamenn nutu ávaxtanna en störfum fækkaði og verksmiðjum var lokað. Ráðandi stéttir vernduðu eigin hag en ekki hag borgara lands okkar. Sigur þeirra hefur ekki verið sigur ykkur. Fögnuður þeirra hefur ekki verið fögnuður ykkar.“

Hann hét því að snúa vörn i sókn og að Bandaríkin yrðu í fyrsta sæti. „Gleymdir karlar og gleymdar konur lands okkar verða ekki lengdur gleymd.“

Skoða einnig

Úkraínuher segist hafa grandað rússnesku herskipi við Eystrasalt

Úkraínuher hefur tekist til þess að sökkva eða valda tjóni á 22 rússneskum herskipum á …