Home / Fréttir / Dómsmálaráðherra Noregs segir af sér – danskur ráðherra ber sakir á vinstrisinna

Dómsmálaráðherra Noregs segir af sér – danskur ráðherra ber sakir á vinstrisinna

Sylvi Listhaug og Inger Støjberg.
Sylvi Listhaug og Inger Støjberg.

Færsla sem Sylvi Listhaug, dómsmálaráðherra Noregs (Framfaraflokknum), sagði af sér þriðjudaginn 20. mars vegna reiði og ágreinings sem færsla hennar á Facebook vakti.Listhaug tilkynnti afsögn sína skömmu áður en gengið var til atkvæðagreiðslu um vantraust á hana í stórþinginu.

Inger Støjberg, útlendinga- og aðlögunarráðherra Danmerkur (Venstre-flokknum), tók upp hanskann fyrir starfssystur sína og sagði: „Norskir vinstrisinnar hafa viljandi misskilið það sem hún skrifaði og notað það gegn henni.“ Danski ráðherrann hrósar Listhaug fyrir að vera bannfærð vegna of harðrar útlendingastefnu.

Danski ráðherrann segir á Facebook-síðu sinni að atlagan að Støjberg hafi „farið út fyrir öll mörk og einkennst af móðursýki“. Norskir vinstrimenn hafi stöðugt haft horn í síðu norska ráðherrans vegna þess að hún hafi gengið fram fyrir skjöldu í norskum stjórnmálum sem málsvari harðrar stefnu í útlendingamálum og samfelldri kröfu um að þeir sem setjist að í Noregi verði að virða norsk gildi.

Það sem setti allt á annan endann birtist 9. mars. Að baki textans birtist mynd af vopnuðum vígamönnum í herklæðum og með hulin andlit. Listhaug sagði: „ Ap [Verkamannaflokkurinn] telur að réttindi hryðjuverkamanna séu mikilvægari en þjóðaröryggi.“

Listhaug birti færsluna eftir að Verkamannaflokkurinn og fleiri flokkar, þ. á m. stjórnarflokkurinn Vinstri, höfðu fellt tillögu Hægriflokksins og Framfaraflokksins um að svipta bæri þá ríkisborgararétti sem taldir væru ógna þjóðaröryggi. Þetta skyldi gert án dómsúrskurðar.

Færslan var túlkuð á þann veg að Listhaug réttlætti þá skoðun að Verkamannaflokkurinn væri sekur um landráð og síðan var þetta sett í það ljós að öfgamaðurinn Anders Breivik hefði árið 2011 ráðist á félaga í ungliðahreyfingu Verkamannaflokksins í Útey.

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs úr Hægriflokknum, vildi í fyrstu ekki snúast gegn ráðherra sínum en baðst síðan afsökunar. Listhaug baðst einnig oftar en einu sinni afsökunar á stórþinginu og lagt áherslu á að færslan snerti ekki á Útey á neinn hátt. Henni tókst þó ekki að milda afstöðu stjórnarandstöðunnar.

Stjórnarandstæðingarnir héldu uppi „harðri gagnrýni“ gegn Listhaug fyrir „rangar og meiðandi fullyrðingar tengdar baráttu gegn hryðjuverkum í Noregi“. Danska starfssystir Listhaug stendur við bakið á ráðherranum fráfarandi og Inger Støjberg segir að Litshaug geti verið „ótrúlega stolt af árangri sínum sem ráðherra“.

Erna Solberg forsætisráðherra útilokar ekki að Listhaug verði ráðherra að nýju. Solberg sagði: „Ég mun sakna samstarfsins við hana. Haldi norskir vinstrimenn að þeir hafi unnið sigur í dag þá er hann einskis virði að mínu mati. Í fyrsta lagi verður þess saknað hve ötullega hún vann að útlendingamálum og í öðru lagi er ég algjörlega sannfærð um að Sylvi [Listhaug} kemur enn sterkari til baka!“

Listhaug situr áfram á stórþinginu en hún kynnti sjálf afsögn sína á Facebook. Þar segir hún að í hennar augum hafi þetta verið „nornaveiðar“.

 

Skoða einnig

Koch-bræður styðja Nikki Haley gegn Trump

Í forkosningunum innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum um forsetaframbjóðanda 2024 gerðust þau stórtíðindi þriðjudaginn 28. nóvember …