Home / Fréttir / Deilt um aðferð við val á forseta framkvæmdastjórnar ESB

Deilt um aðferð við val á forseta framkvæmdastjórnar ESB

Ska Keller, Manfred Weber, Margrethe Vestager, Frans Timmermans.
Ska Keller, Manfred Weber, Margrethe Vestager, Frans Timmermans.

Að loknum kosningum til ESB-þingsins sunnudaginn 26. maí vaknar spurningin um hver taki við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB af Jean-Claude Juncker. Valdajafnvægið innan þingsins raskaðist frá því sem verið hefur frá upphafi þar sem hefðbundinn mið-hægri flokkur og mið-vinstri flokkur hafa skipt kökunni á milli sín.

Þriðjudaginn 28. maí koma háttsettir menn innan ESB saman til að ræða hvernig staðið skuli að vali forsetans og hvort hverfa skuli frá frá meginreglunni um að velja á milli spitzenkandidata eða oddvita einstakra þingflokka.

Sé oddvitareglunni fylgt koma þessir fjórir til álita sem fulltrúar stærstu þingflokkanna: Manfred Weber (EPP mið-hægri), Frans Timmermans (S&D mið-vinstri), Margrethe Vestager (ALDE frjálslyndir), Ska Keller (græningjar).

Sé spitzenkandidat-kerfinu fylgt er líklegt að sá oddviti sem getur safnað flestum atkvæðum á bakvið sig verði kjörinn forseti framkvæmdastjórnarinnar.

Sé oddvita-kerfinu hafnað kann athygli að beinast að þeim sem hafa staðið að baki oddvitunum t.d.  Michel Barnier og Kristalinu Georgievu frá EPP.

Innan leiðtogaráðs ESB hafa menn deilt um þetta kerfi. Hugsanlegt er talið að Emmanuel Macron Frakklandsforseti gefi því náðarhöggið. Þá hefur Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar, lýst kerfinu sem „heimskulegu“.

Flestir veðja á Weber frá EPP, Barnier er í öðru sæti. Á eftir frambjóðendum EPP koma Timmermans og Vestager.

 

 

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …