Home / Fréttir / Danska utanríkisráðuneytið berst gegn upplýsingafölsunum

Danska utanríkisráðuneytið berst gegn upplýsingafölsunum

Danska utanríkisráðuneytið.
Danska utanríkisráðuneytið.

Danska utanríkisráðuneytið telur nauðsynlegt að beina meiri athygli en til þessa á það sem á dönsku er kallað „påvirkningskampagner, der truer danske interesser“ og íslenska mætti sem „skoðanamyndandi-herferðir sem ógna dönskum hagsmunum“.

Hefur ráðuneytið vegna þessa ákveðið að ráða einn starfsmann til að fjalla um „skipulega upplýsingafölsun“.

Utanríkisráðuneytið skýrði danska blaðinu Berlingske Tidende frá því föstudaginn 7. júlí að starfsmenn þess sinntu nú þegar þessum málum en þörf væri fyrir fleiri til vinna að verkefnum á þessu sviði og nýi starfsmaðurinn myndi gegna „lykilhlutverki“ í framtíðarstarfi ráðuneytisins til að sporna gegn þrýstingi í krafti lygamiðlunar.

 

 

 

Skoða einnig

Tortryggni í garð Moskvuvaldsins vex í gömlu Sovétlýðveldunum

Stuðningur við forsystusveit Rússlands hefur hrapað í nágrannalöndum landsins. Íbúar landanna eru tortryggnir í garð …