
Danska lögreglan greip til samhæfðra aðgerða um alla Danmörku miðvikudaginn 11. desember með leyniþjónustunni (Politiets Efterretningstjeneste, PET) og handtók um 20 manns á um 20 stöðum. Margir í hópnum voru sakaðir um sprengjugerð og til að verða sér úti um skotvopn.
Grunur er um að meðal þeirra sem voru teknir fastir séu einstaklingar sem hugðu á hryðjuverk í Danmörku.
„Við höfum náð öllum sem við ætluðum að ná. Það er því enginn þeirra sem gengur frjáls,“ sagði Jørgen Bergen Skov, yfirmaður Kaupmannahafnarlögreglunnar, á blaðamannafundi síðdegis á miðvikudeginum,
Nokkrir hinna handteknu verða yfirheyrðir fyrir luktum dyrum vegna gruns um aðför að stjórnskipun ríkisins. Í lokuðum yfirheyrslum fær almenningur aðeins vitneskju um sakarefni en síðan ekki söguna meir.
Flemming Drejer, yfirmaður innan PET, segir að grunur sé um að þeir sem handteknir voru hafi sett sér „ofbeldisfullt íslamskt markmið“ með hryðjuverkinu sem þeir höfðu í bígerð.
Hann segir að þessi aðgerð breyti ekki hættumati vegna hryðjuverka í Danmörku. Hættan sé áfram alvarleg. Fólk eigi þó ekki að láta hryðjuverkaógn hafa áhrif á daglegt líf sitt. Þetta tilvik sýni þó að í landinu sem hafi getur og vilja til að grípa til hryðjuverka.
Sjö lögreglulið í Kaupmannahöfn, á Sjálandi, Jótlandi og Fjóni tóku þátt í aðgerðinni.