Home / Fréttir / Dannebrog 800 ára

Dannebrog 800 ára

Dannebrog kemur að himnum ofan.
Dannebrog kemur að himnum ofan.

Þess var minnst laugardaginn 15. júní að rétt 800 ár voru liðin frá því að Dannebrog, danski fáninn, féll til jarðar af himnum ofan þegar danskir krossfarar voru að tapa orrustu við heiðna Eistlendinga.

Þegar Valdimar I. Danakonungur greip fánann og lyfti honum fylltust liðsmenn hans nýjum baráttuanda og sigruðu Eistlendingana.

Eftir þetta náðu Danir völdum í Eistlandi í kringum vikið Taani-linn eða Tallinn sem þýðir Danski kastali.

Sagnfræðingar segja að erfitt sé að sannreyna þessa frásögn en bæta við að það skipti ekki höfuðmáli heldur hvort þetta sé „góð saga“ og í henni felist „goðsagnakenndur og guðdómlegur kjarni“.

Efnt var til hátíðarhalda 15. júní í tilefni af afmæli fánans. Fallhlífarmaður færði fánann hægt til jarðar

Margrét II. drottning hélt með drottningarskipinu Dannebrog til Eistlands þar sem hún tók þátt í hátíðarhöldum til að minnast 800 ára afmælis Tallinn.

Í fyrstu var fáninn tákn konungs og verslunarfáni, síðan fáni danska hersins og loks þjóðfáni á fyrri hluta 19. aldar. Hann blakti þá við hún á Íslandi.

Skoða einnig

Drónaárás gerð á Moskvu

Ráðist var með drónum á Moskvu, höfuðborg Rússlands, að morgni þriðjudags 30. maí. Svo virðist …