Home / Fréttir / Danmörk: 80% Dana telja líkur á hryðjuverkaárás á árinu 2016

Danmörk: 80% Dana telja líkur á hryðjuverkaárás á árinu 2016

Danska lögreglan í hryðjuverkaátökum.
Danska lögreglan í hryðjuverkaátökum.

Átta af hverjum 10 Dönum telja líklegt að á næsta ári verði gerð hryðjuverkaárás í Danmörku. Berlingske Tidende birti niðurstöðu Gallup-könnunar laugardaginn 21. nóvember sem sýnir þetta. Níu af hverjum 10 Dönum láta þetta ekki aftra sér frá að fara á kaffihús eða með lest eins og þeir hafa gert. Þeir hafa „sigrast“ á hryðjuverkamönnunum sem vilja breyta lífsháttum okkar segja sérfræðingar.
Í nýju könnuninni segja 87% Dana að lífshættir þeirra hafi ekkert breyst eftir 13. nóvember árásina í París sem sumir sérfræðingar líkja við 9/11 í Bandaríkjunum. Þeir segja jafnframt að þetta sýni að hryðjuverkamönnunum hafi mistekist ætlunarverk sitt í París. Þeim hafi ekki tekist að skapa ótta, gjá milli borgara og stjórnvalda eða til að fá almenning til að breyta venjum sínum.
Könnunin sýnir að 93% finna ekki til öryggisleysis heima hjá sér vegna hryðjuverkaógnar.
Danir telja hins vegar líklegt að á næsta ári verði hryðjuverkaárás gerð í Danmörku. Í ágúst 2011 voru 60% þeirrar skoðunar að hugsanlega yrði ráðist á Danmörku nú eru 81% þessarar skoðunar, alls 27% Dana teja mjög líklegt að árásin verði gerð.
Danir hafa mikið álit á leyniþjónustu sinni, PET. Könnunin sýnir að 68% eru þeirrar skoðunar að PET hafi góða sýn yfir hryðjuverkahættuna sem steðjar að Danmörku og 66% telja að dönsk yfirvöld geti haft stjórn á hryðjuverkaaðgerð í Kaupmannahöfn.

Skoða einnig

Sænski forsætisráðherrann: Útilokar ekki kjarnavopn í stríði

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir víðtæka samstöðu um að banna kjarnavopn á sænsku landsvæði á …