Home / Fréttir / Danir auka fjárframlög til varna á Grænlandi og norðurslóðum

Danir auka fjárframlög til varna á Grænlandi og norðurslóðum

 

Danskt eftirlitsskip við bryggju í Grønnedal á Grænlandi.
Danskt eftirlitsskip við bryggju í Grønnedal á Grænlandi.

Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að nota áfram aðstöðuna í flotastöðinni í Grønnedal í Arsukfirði á Grænlandi. Þar verður birgðastöð en einnig aðstaða til „æfinga og þjálfunar“.

Í Grønnedal var stjórnstöð dönsku herstjórnarinnar á Grænlandi þar til í september 2014 þegar hún var flutt til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. Bandaríkjamenn reistu fyrstu varnarmannvirkin þarna árið 1941 til að verja kryolít-námuna í Ivittuut við fjörðinn.

Að Danir ætli að viðhalda og endurbæta aðstöðuna í Grønnedal sem heitir Kangilinnguit á grænlensku er til marks um endurnýjaða áherslu á varnir Grænlands og norðurslóða.

Í nýju samkomulagi dönsku stjórnmálaflokkanna um varnarmál felst að fjárframlag vegna varnarmála á norðurslóðum verður aukið um 120 milljónir d. kr. á ári, tæpa 2 milljarða ísl. kr.

Fjármununum á að verja til meira eftirlits einkum með gervitunglum og meira flugs eftirlitsvéla.

Þá verður fjölgað herstjórninni í Nuuk og freigátur verða sendar til Grænlands á þeim tíma þegar ís hindrar ekki för þeirra.

Skoða einnig

Norski herinn fylgist náið með spennunni við Úkraínu

Eirik Kristoffersen, yfirmaður norska heraflans, sagði við fréttastofuna NTB föstudaginn 22. janúar að hann teldi …