Home / Fréttir / Brottvísunum fjölgar frá Þýskalandi

Brottvísunum fjölgar frá Þýskalandi

 

Hælisleitendur fluttir úr landi.
Hælisleitendur fluttir úr landi.

Þýsk yfirvöld brottvísa sífellt fleiri hælisleitendum og senda þá til Túnis, Marokkó og Alsír segir í frétt sem birt var í vikunni. Vilja yfirvöldin líta á löndin sem „örugg lönd“ og hraða með því afgreiðslu hælismálanna og framkvæmd brottvísunarinnar.

Dagblaðið Rheinische Post birti föstudaginn 22. febrúar frétt reista á heimildum úr þýska innanríkisráðuneytinu sem sýnir að í fyrra fjölgaði þeim um 35% sem fluttir voru brottvísaðir frá Þýskalandi til Marokkó. Alsír og Þýskalands.

Alls voru 1.873 hælisleitendur fluttir til Norður-Afríkulandanna á árinu 2018 en þeir voru 1.389 árið 2017. Talan árið 2018 er næstum 14 sinnum hærri en hún var árið 2015.

Fjölgunin var mest í flutningi fólks til Marokkó, úr 634 í 826.

Þeim hefur einnig fjölgað sem hefur verið brottvísað til Gana og Gambíu. Þá voru 422 sendir til Rússlands árið 2018 en talan var 184 árið 2017. Mikil fjölgun var á brottvísuðum til Indlands úr 32 í 212.

Gagnrýnt hefur verið að Afgönum sé vísað frá Þýskalandi en þeim fjölgaði einnig úr 121 árið 2017 í 284 árið 2018.

 

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …