Home / Fréttir / Brexit veikir innra og ytra öryggi Breta segir The Washington Post

Brexit veikir innra og ytra öryggi Breta segir The Washington Post

Theresa May í breskri landamærastöðþ
Theresa May í breskri landamærastöðþ

The Washington Post birtir ítarlega úttekt miðvikudaginn 26. desember um neikvæðar afleiðingar Brexit, úrsagnar Breta, úr ESB á innra og ytra öryggi Bretlands og Evrópu.

Það verði auðveldara fyrir hryðjuverkamenn að athafna sig í Bretlandi, erfiðara að beita Rússa hörðum refsiaðgerðum og erfiðara að halda uppi öflugum hervörnum.

Með aðild að ESB eiga bresk löggæsluyfivöld beinan aðgang að sameiginlegum evrópskum gagnagrunnum. Unnt er að fletta upp í þeim milliliðalaust við athugun á grunsamlegum einstaklingum á landamærum og við umferðarljós svo að dæmi séu nefnd.

Breskir lögreglumenn flettu upp í Schengen-gagnagrunninum, SIS, 539 milljón sinnum árið 2017. Eftir Brexit breytist þetta. Kann að verða samið um að í stað milliliðaleysins skuli leita sérstakrar heimildar hverju sinni.

Bretar hafa verið þjóða harðastir í kröfum um refsiaðgerðir gegn Rússum innan ESB. Þeir eiga ekki aðild að ákvörðunum um þessar aðgerðir eftir Brexit 29. mars 2019.
Þrengist efnhagur Breta eftir Brexit bitnar það á útgjöldum þeirra til varnarmála en þeir eru öflugasta herveldið innan ESB.

The Washington Post bendir á að Vladimir Pútin Rússlandsforseti sé eindreginn talsmaður skjótrar úrsagnar Breta úr ESB.

 

 

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …