Home / Fréttir / Bretar ætla að senda hermenn til Eystrasaltsríkja og Póllands

Bretar ætla að senda hermenn til Eystrasaltsríkja og Póllands

Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta.
Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta.

Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta, tilkynnti fimmtudaginn 8. október að Bretar mundu halda stöðugt úti herafla í Eystrasaltsríkjunum og Póllandi og leggja aukna áherslu á þjálfunarverkefni með her Úkraínu.

Ráðherrann skýrði frá þessu á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í Brussel. Hann sagði að nokkur undirfylki (100 til 150 menn) yrðu reglulega í Eystrasaltsríkjunum og Póllandi sem öryggistrygging og til aðstoðar við þjálfun.

Hinn nýi liðsafli Breta bætist við sveitir úr flughernum sem hafa mannað Typhoon-orrustuþotur við loftrýmisgæslu í löndunum þá tengjast undirfylkin einnig samstarfsverkefni herja Bandaríkjamanna og Þjóðverja á þessum slóðum. Markmið þess verkefnis er að samræma herþjálfun og heræfingar í Eystrasaltsríkjunum og Póllandi.

Bretar hafa sent 19 hópa til Úkraínu til að þjálfa um 1.600 í flugher landsins en stefnt er að alls muni 2.000 manns hljóta þjálfun undir stjórn Breta.

Skoða einnig

Úkraínuher fær F-16-þotur að lokinni þjálfun flugmanna

Bandaríkjastjórn hefur heimilað stjórnvöldum bandalagsríkja sinna að gefa Úkraínumönnum F-16-orrustuþotur. Þar með aukast líkur á …