Home / Fréttir / Breski flugherinn kallar á aðstoð vegna kafbátaleitar

Breski flugherinn kallar á aðstoð vegna kafbátaleitar

Breska freigátan Sutherland er nú við kafbátaleit undan strönd Skotlands.
Breska freigátan Sutherland er nú við kafbátaleit undan strönd Skotlands.

Breski flugherinn hefur undanfarna 10 daga leitað að kafbáti sem talinn er hafa haldið sig undan strönd Skotlands. Vandi flughersins er að hann á ekki neinar viðundandi kafbátaleitarvélar eftir að Bretar lögðu Nimrod-þotum sínum árið 2010. Hafa Bretar leitað til Frakka og Kanadamanna og beðið þá um að senda vélar sínar á vettvang.

Auk flugvélar frá Bretum hafa þeir sent freigátuna Sutherland til leitar auk eigin kafbáts. Nú í ár hafa Bretar þrisvar orðið að leita á náðir annarra vegna rússneskra kafbáta við Bretlandseyjar.

Í breskum fjölmiðlum hefur fréttin um kafbátaleitina orðið til að vekja athygli á að undanfarna 18 mánuði hafi Rússar margfaldað kafbátaferðir sínar suður á N-Atlantshaf. Talið er að Rússar njósni á þennan hátt um breska Trident- kjarnorkukafbáta  sem eiga heimahöfn skammt utan við Glasgow.

Breska varnarmálaráðuneytið verst alla frétta um kafbátaleitana en staðfestir að flugvélar bandamanna hefðu komið til liðs við flotann með vélum í flugherstöðinni Lossiemouth, skammt frá Inverness í Norður-Skotlandi.

Tvær franskar Atlantique 2 kafbátaleitarvélar voru í flugherstöðinni um helgina auk flugvélar frá Kanada.

Mánudaginn 23. nóvember kynnti David Cameron, forsætisráðherra Breta, auknar fjárveitingar til hersins ársins. Þær miða meðal annars að því að keyptar verði nýjar vélar til eftirlits á hafi úti.

Bandarískur flotaforingi sagði fyrir skömmu að kafbátaumsvif Rússa hefðu aukist um 50% í fyrra. Hafa Bandaríkjamenn sérstakar áhyggjur af því að með kafbátum sínum hafi Rússar áform um að valda tjóni á neðansjávarstrengjum til fjarskipta.

 

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …