
Breski flotinn hefur undanfarið sent níu herskip á vettvang til að fylgjast með sjö rússneskum skipum á siglinu í Ermarsundi og Norðursjó.
Um er að ræða fjórar breskar freigátur af 23-gerð: HMS Kent, HMS Sutherland, HMS Argyll og HMS Richmond auk strandgæsluskipanna HMS Tyne og HMS Mersey ásamt auk stuðningsskipanna RFA Tideforce og RFA Tidespring og HMS Echo. Þá hafa skip frá Frakklandi, Þýskalandi, Noregi og Danmörku, NATO-þjóðum, einnig komið að eftirliti með rússnesku skipunum.
Í frétt frá breska flotanum kemur fram að eftirlitið með ferðum rússnesku skipanna hafi dregið úr þeirri aðstoð sem sérfræðingar flotans geta veitt breskum yfirvöldum sem skipuleggja aðgerðir gegn kórónaveirunni í Bretlandi.
Að eftirlitinu komu einnig flugvélar og þyrlur.
HMS Tyne sem hefur heimahöfn í Portsmouth var rúma viku í Ermarsundi oft í slæmu veðri og sjó og fylgdist náið með rússnesku skipunum við suðurströnd Englands.
Um var að ræða þrjár korvettur af Steregusthíj-gerð, tvö landgönguskip af Roputsja-gerð og tvær freigátur af Admiral Grigorovitsj-gerð auk þess sáust stuðningsskip og dráttarbátar.