Home / Fréttir / Bresk herskip heimsækja Jan Mayen

Bresk herskip heimsækja Jan Mayen

Þegar bresku herskipin, flugmóðurskipið HMS Prince of Wales og freigátan HMS Richmond, héldu frá Reykjavík föstudaginn 8. apríl sigldu þau í áttina að Jan Mayen og heimsóttu miðvikudaginn 13. apríl Norðmennina 20 sem stunda þar veðurathuganir og sinna verkefnum á vegum hersins.

Viðdvöl svo öflugra herskipa við afskekktu eldfjallaeyjuna er einstök. Þegar bandaríski flugherinn sendi þangað flokk manna árið 2020 komst það í heimsfréttir og vakti reiði Rússa. Tilgangur heimsóknar Bandaríkjamannanna var að kanna flugvöllinn á eyjunni og hve stórar flutningaflugvélar gætu athafnað sig þar.

HMS Prince of Wales tók þátt í NATO-æfingunni Cold Response 2022 í Norður-Noregi áður en skipið kom til Reykjavíkurhafnar 4. apríl til þátttöku í æfingunni Norður-Víkingur.

Breska ríkisstjórnin birti nýja varnarstefnu sína fyrir norðurslóðir í lok mars 2022.

Sjö úr áhöfn HMS Prince of Wales flugu með þyrlu til lands á Jan Mayen.

Eftir viðdvölina hjá Jan Mayen héldu bresku herskipin enn norðar.

Myndirnar sem hér fylgja birti breski flotinn.

 

Skoða einnig

Pútin hefur ekki tíma til kosningabaráttu í fjölmiðlum

Rússneska forsetakosningabaráttan hófst formlega laugardaginn 17. febrúar og þá staðfesti yfirkjörstjórnin og talsmaður Kremlverja ákvörðun …