Home / Fréttir / Bresk herskip að nýju í Barentshaf

Bresk herskip að nýju í Barentshaf

Breska freigátan HMS Sutherland
Breska freigátan HMS Sutherland

Breska blaðið The Times birti um það frétt á dögunum að bresk herskip verði send í leiðangur í norðurhöf á vormánuðum sem mótvægi við hernaðarlegt forskot Rússa þar þegar siglingaleiðir opnast vegna þess að ís hopar.

Freigáta úr breska flotanum verður í fjölþjóðlegri flotadeild sem send verður í Barentshaf til að árétta að Rússar séu ekki einráðir á siglingaleiðum í norðri sem opnast smátt og smátt með minnkandi ísbreiðu.

Fyrstu dagana í maí í fyrra sigldu nokkur bandarísk og bresk herskip inn á Barensthaf í fyrsta sinn síðan um miðjan níunda áratug aldarinnar sem leið.

Í september 2020 voru skip úr breska flotanum í forystu fjölþjóðlegrar flotadeildar á Barentshafi. Freigátan HMS Sutherland og aðstoðarskipið RFA Tidespring sigldu hlið við hlið um hafið fyrir norðan Kólaskaga með bandaríska tundurspillinum USS Ross og norsku freigátunni KNM Thor Heyerdahl.

Skoða einnig

Úkraína hefur aldrei staðið nær NATO

Tveggja daga fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna lauk í Brussel miðvikudaginn 29. nóvember. Þar var fjallað um …