Home / Fréttir / Breedlove hershöfðingi: Viðbúnaður í GIUK-hliðinu í lágmarki

Breedlove hershöfðingi: Viðbúnaður í GIUK-hliðinu í lágmarki

 

Philip M. Breedlove, yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO.
Philip M. Breedlove, yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO.

Philip Breedlove, yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO og Evrópuhers Bandaríkjanna, gaf hermálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslu um störf herstjórnar sinnar og mat á stöðu öryggismála fimmtudaginn 25. febrúar. Hann var meðal annars spurður um stöðuna á Norður-Atlantshafi og lýsti henni sem veikri og nefndi þar til sögunnar GIUK-hliðið, það er hafsvæðin frá Grænlandi um Ísland til Skotlands og sagði verulega skorta á viðbúnað Bandaríkjahers á þessu mikilvæga svæði til kafbátavarna og eftirlits.

Skýrsla hershöfðingjans er birt á netinu og þar er meðal annars kafli um norðurslóðir þar sem segir:

„Ástæða er til að beina meiri athygli en áður að norðurskautssvæðinu (e. Arctic region) vegna þróunar umhverfismála, auðlindamála og öryggismála. Vegna loftslagsbreytinga verður unnt að sigla lengur en áður ár hvert um Norðurleiðina og Norðvesturleiðina, aðgangur að Norður-Íshafi verður því meiri en áður. Minni ísþekja mun kalla á meiri siglingar og meiri nýtingu auðlinda og ferðamennsku. Við viljum eiga samstarf um nýtingu auðlinda til að koma í veg fyrir að leit og vinnsla leiði til deilna. Þegar litið er til öryggismála veldur framganga Rússa á norðurskautssvæðinu æ meiri áhyggjum. Þeir hafa flutt meiri herafla en áður inn á svæðið, þeir reisa og enduropna herstöðvar, hafa komið á fót norðurskautsherstjórnarsvæði til að snúast gegn ímyndaðri ógn við yfirráðasvæði sitt sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar, þetta samrýmist ekki stefnu eða hagsmunum hinna sjö ríkjanna í Norðurskautsráðinu. Þrátt fyrir vaxandi hervæðingu Rússa á norðurskautssvæðinu vinnur bandaríska Evrópuherstjórnin að því með samstarfsaðilum sínu, einkaaðilum og opinberum, að skapa öryggi og stöðugleika á svæðinu. Þetta skiptir sköpum við gæslu bandarískra þjóðarhagsmuna, við að tryggja að bandarískt yfirráðasvæði sé verndað og fyrir þjóðirnar sem vinna saman að því að takast á við verkefni undir merkjum Arctic Security Forces Roundtable, Hringborðs öryggisliðs norðurskautinu, og sérlegum, sameinuðum norðurslóðaæfingum eins og ARCTIC ZEPHYR.“

Skoða einnig

Döpur og dauf ræða „nýs“ Trumps á flokksþingi

„Nýi Donald Trump róaði og þaggaði niður í þjóðinni í 28 mínútur í gærkvöldi. Síðan …