Home / Fréttir / Boðflenna á trúnaðarfundi danskrar þingnefndar

Boðflenna á trúnaðarfundi danskrar þingnefndar

Nefndarherbergi í danska þinginu.
Nefndarherbergi í danska þinginu.

Einstaklingur sem þóttist vera Svetlana Tikhanovskaja, leiðtogi stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi, tók þátt í algjörum trúnaðarfundi sem utanríkispólitíska nefnd danska þingsins hélt, segir í tilkynningu þingsins.

Fundurinn var þriðjudaginn 6. október.

„Á fundinum var rætt um stjórnmálaástandið í Hvíta-Rússlandi um þessar mundir. Þá var einnig rætt hvernig styðja mætti Hvít-Rússa í baráttu þeirra fyrir lýðræði og mannréttindum,“ segir í fréttatilkynningunni.

Fundurinn stóð í um 40 mínútur. Í umræðunum áttuðu nefndarmenn sig á því að eitthvað var ekki eins og það átti að vera og þá ákváðu þeir að slíta fundinum.

Í danska þinginu er gerður munur á Udenrigsudvalget sem er eins og hver önnur þingnefnd og Udenrigspolitisk Nævn sem mælt er fyrir um í dönsku stjórnarskránni. Ríkisstjórninni ber að hafa nefndina með í ráðum við töku ákvarðana sem hafa større udenrigspolitisk rækkevidde.

Fundir utanríkispólitísku nefndarinnar snúast oft um viðkvæm trúnaðarmál jafnt á sviði utanríkis- og öryggismála. Fundarmenn eru bundnir þagnarskyldu um það sem gerist í nefndinni og komi þeir saman til funda skilja þeir farsíma og önnur rafeindatæki eftir utan fundarherbergisins. Þetta er gert af ótta við hleranir og njósnir.

Skoða einnig

Spenna í Íran á eins ár minningardegi Amini sem lögregla myrti vegna skorts á höfuðslæðu

Íranir heima og erlendis minnast þess laugardaginn 16. september að eitt ár er liðið frá …