Home / Fréttir / Bjarni hittir Stoltenberg í höfuðstöðvum NATO

Bjarni hittir Stoltenberg í höfuðstöðvum NATO

Bjarni Benediktsson og Jens Stoltenberg,
Bjarni Benediktsson og Jens Stoltenberg,

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fundaði í dag [föstudaginn 26. maí 2017] með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, í tengslum við fund leiðtoga bandalagsins sem fram fór í Brussel.  Á fundinum var rætt um þróun öryggismála, aukinn varnarviðbúnað og framlög til öryggis- og varnarmála.

Forsætisráðherra gerði grein fyrir stefnumótun stjórnvalda í öryggis- og varnarmálum, stofnun þjóðaröryggisráðs og aukinni þátttöku Íslands í störfum Atlantshafsbandalagsins. Farið var yfir þróun öryggismála á Norður-Atlantshafi og mikilvægi varnarinnviða á Íslandi í því samhengi. Ráðherra tók einnig upp mikilvægi þess að halda áfram að fylgja eftir jafnréttissjónarmiðum í starfi og aðgerðum bandalagsins.

,,Það kom fram í máli framkvæmdastjórans að framlög Íslands og þátttaka í gegnum tíðina er mikils metin. Hann lagði áherslu á mikilvægi forystu Íslands í jafnréttismálum innan bandalagsins. Við höfum verið að skerpa á stefnumótun og framkvæmd þjóðaröryggismála samhliða því að auka þátttöku í starfi bandalagsins á borgaralegum forsendum.” segir Bjarni.

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …