Home / Fréttir / Biden styrkir stöðu sína eftir að Trump veikist

Biden styrkir stöðu sína eftir að Trump veikist

136b95d0-44a6-49b7-a8f7-7d3798239d8d

Ný könnun á vegum Reuters/Ipsos sýnir að veikindi Donalds Trumps og sjúkrahúsinnlögn vegna kórónuveirunnar hefur ekki aukið fylgi hans meðal kjósenda.

Könnun sýnir 51% stuðning við Joe Biden en 41% við Trump. Þetta er mesta forskot demókrata í könnunum sé litið yfir einn mánuð. Kjördagur er 3. nóvember.

Könnunin var gerð 2. og 3. október, það er eftir að fréttir bárust um veikindi Trumps. Sumir stjórnmálaskýrendur spáðu að fréttir um veikindin kynnu að vekja samúð með forsetanum og styrkja stöðu hans, það er ekki reyndin í könnun Reuters. Um 65% telja að Trump hefði getað komist hjá smitun ef hann hefði „brugðist af meiri alvöru við veirunni“.

Könnun á vegum NBC News/Wall Street Journal eftir fyrstu kappræður forsetaframbjóðendanna en áður en Trump var greindur með COVID-19 sýnir 14 stiga forskot Bidens.

 

Skoða einnig

Döpur og dauf ræða „nýs“ Trumps á flokksþingi

„Nýi Donald Trump róaði og þaggaði niður í þjóðinni í 28 mínútur í gærkvöldi. Síðan …